

Efla seiglu, von og bjartsýni í mesta skammdeginu!
Að eiga tíma fyrir sig, 1x í viku í 6 vikur - 5, 12, 19, 27 desember, 2 og 9 janúar 2026 - og tvö markþjálfunarviðtöl - er sjálfsumhyggja í mesta skammdeginu. Við ætlum að þjálfa seiglu,,vöðvann" okkar. Þú reynir á eigin skinni inngrip úr jákvæðri sálfræði s.s. þakklæti, góðverk, núvitund, horfa á fegurð og verða fyrir innblæstri. Við skoðum seiglu og styrkleika, aukum sjálfsþekkingu og vaxandi viðhorf og gerum áætlun um að blómstra og taka fagnandi á móti þgear birtan sigrar myrkrið. Byggt á fræðum Martin Seligman, auk þess að byggja á áfanganum ,,Science of Well being"/Yale og bókunum ,,Why are Icelanders so Happy? (2018) og ,,From Reykjavík to Penang, Stories of Love and Happiness" (2025) en námskeiðshaldari er höfundurinn að þessum bókum.