Protera
Protera
Protera

Áhrifaríkar sölukynningar

Lærðu að ná betur í gegn í samskiptum með skýrum, sannfærandi frásögnum. Á námskeiðinu færðu aðferðafræði og verkfæri til að móta skilaboð sem draga fram raunverulegt virði, styrkja trúverðugleika og grípa athygli á fundum, í samtölum eða á sviði.

Þú lærir að byggja upp sögu sem selur, nota rödd, líkamstjáningu og sjónrænt efni markvisst, stjórna flæði og orku kynningar og nýta gervigreind á snjallan hátt.

Námskeiðið sameinar fjarkennslu, staðkennslu, verklegar æfingar og eftirfylgni. Námskeiðið leggur sérstaka áherslu á B2B sölu og tækni en það hentar öllum sem kynna lausnir, hugmyndir eða niðurstöður í sölu, ráðgjöf, vörustjórnun eða leiðtogahlutverki.

Leitt af Lóu Báru Magnúsdóttur og Espen Laeng, einum reynslumesta þjálfara Norðurlanda í B2B kynningartækni.

Hefst
2. feb. 2026
Tegund
Staðnám og fjarnám
Tímalengd
4 skipti
Verð
186.750 kr.
Deila
Senda í Messenger
Deila með öðrum
Afrita hlekk
Flokkar