Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Sjúkraþjálfari - Heilsugæslan Hlíðum

Sjúkraþjálfari óskast í ótímabundið starf við Heilsugæsluna Hlíðum. Starfshlutfall er 10%. Æskilegast er að viðkomandi geti hafið störf 1. júní nk. eða eftir nánara samkomulagi.

Heilsugæslunni er ætlað að veita íbúum almenna, samfellda og aðgengilega heilbrigðisþjónustu. Starfsemi heilsugæslunnar er í örri framþróun þar sem áhersla er lögð á náið samstarf fagstétta og teymisvinnu. Á heilsugæslustöðinni Hlíðum eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum ásamt hjúkrunarfræðingum, ljósmæðrum, sálfræðingum og riturum.

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Helstu verkefni og ábyrgð

Sjúkraþjálfari tekur á móti skjólstæðingum sem hafa fengið uppáskrifaðan hreyfiseðil frá heilbrigðisstarfsmanni. Hann framkvæmir viðeigandi mælingar, setur upp hreyfiáætlun í samráði við skjólstæðing og fylgir henni eftir. Hreyfistjóri tekur saman greinargerð og kemur henni til annarra meðferðaraðila þegar tiltekinn tími er liðinn frá því að meðferð hófst og við lok hennar.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Löggilt sjúkraþjálfarapróf
  • Þriggja ára starfsreynsla sem sjúkraþjálfari
  • Þekking á áhugahvetjandi samtalstækni
  • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum
  • Góð íslensku og enskukunnátta
Auglýsing stofnuð7. maí 2024
Umsóknarfrestur21. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Skógarhlíð 18, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar