LSR - Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins
LSR - Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins
LSR - Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

Sérfræðingur á fjármálasviði

LSR leitar að öflugum sérfræðingi til að sinna fjölbreyttum verkefnum á fjármálasviði sjóðsins. Meðal verkefna eru umsjón fjárhagsbókhalds, afstemmingar, greiningar og framsetning tölfræðiupplýsinga auk samstarfsverkefna við önnur svið sjóðsins.

Starfið veitir frábært tækifæri fyrir snjallan og metnaðargjarnan einstakling sem vill vaxa og eflast í starfi. Sérfræðingur á fjármálasviði þarf að sýna aga og nákvæmni í vinnubrögðum, vera læs á tölur og vilja takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni. Við leggjum mikið upp úr samvinnu, jákvæðu viðhorfi og að starfsfólk hafi tækifæri til að stuðla að umbótum í starfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Afstemming bankareikninga og fjárhagshreyfinga 

  • Innlestur í fjárhagsbókhald 

  • Greining og framsetning tölfræðiupplýsinga 

  • Vinna við árshluta- og ársuppgjör 

  • Þátttaka í umbóta- og framþróunarverkefnum 

  • Fjölbreytt verkefni í samvinnu við önnur svið 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf í viðskiptafræði eða skyldum greinum sem nýtist í starfi  

  • Reynsla af vinnu við bókhald og afstemmingar kostur 

  • Reynsla af tölulegum greiningum og framsetningu tölulegrar gagna er kostur 

  • Góð tölvufærni og þekking á Excel 

  • Talnagleggni, greiningarhæfni, nákvæmni og vandvirkni 

  • Jákvæðni og góðir samskiptahæfileikar  

  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð  

Auglýsing stofnuð2. maí 2024
Umsóknarfrestur13. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaGrunnfærni
Staðsetning
Engjateigur 11, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SamvinnaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Vandvirkni
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar