Íslandsbanki
Íslandsbanki
Íslandsbanki

Verkefnastjóri í áhættustýringu

Íslandsbanki leitar að kraftmiklum og metnaðarfullum liðsfélaga til að leiða stærri verkefni í Áhættu­stýringu bankans. Verkefnin sem um ræðir eru fjölbreytt, flókin og krefjandi og fela í sér samstarf við stóran hóp starfsfólks, bæði innan Áhættustýringar sem og á öðrum sviðum bankans, ásamt samskiptum og samvinnu við ytri eftirlitsaðila.

Áhættustýring er svið innan Íslandsbanka sem stuðlar að upplýstri ákvarðanatöku og sterkri áhættu­vitund stjórnar og starfsmanna bankans. Hlutverk sviðsins er að sjá til þess að fram fari mæling, mat og skýrslugjöf um áhættu í starfsemi bankans þannig að stjórn, stjórnendur og eftirlitsaðilar hafi á hverjum tíma fullnægjandi yfirsýn yfir starfsemina. Áhættustýring hefur eftirlit með framkvæmd áhættu­stýringar, veitir ráðgjöf til að stuðla að góðri áhættumenningu og tekur virkan þátt í mótun áhættu­stefnu bankans. Þannig styður sviðið við vegferð bankans að vera hreyfiafl til góðra verka.

Starfið tilheyrir deildinni Mat og líkön innan Áhættustýringar sem hefur það hlutverk að tryggja áreiðanlegt mat á öllum áhættuþáttum í rekstri bankans og beitir til þess áhættulíkönum sem deildin sér um að þróa og viðhalda. Deildin miðlar heildaryfirsýn um áhættu til stjórnenda og eftirlitsaðila og sinnir einnig sérhæfðum greiningarverkefnum fyrir aðrar einingar bankans þar sem markmiðið er að umbreyta gögnum í skiljanlegar og gagnlegar upplýsingar sem nýtast við áhættustýringu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Verkefnastjórn á innra mati á eiginfjárþörf og lausafjárþörf (ICAAP og ILAAP)
  • Ritstjórn Áhættumælaborðs stjórnar
  • Ritstjórn Áhættuskýrslu (Pillar 3)
  • Skipulagning á þróun og viðhaldi innri matsaðferða bankans í samræmi við ytra regluverk
  • Kynningar og samskipti við hagsmunaaðila innan og utan bankans
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar, frumkvæði, sjálfstæð og öguð vinnubrögð
  • Framhaldsmenntun á háskólastigi
  • Fagleg þekking og reynsla á fjármálamarkaði, helst í áhættustýringu
  • Tæknileg hæfni til að meðhöndla og greina gögn
  • Hæfni til að miðla efni í ræðu og riti bæði á íslensku og ensku
Auglýsing stofnuð8. maí 2024
Umsóknarfrestur20. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Hagasmári 3, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁhættugreiningPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.RannsóknirPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.SkýrslurPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.VandvirkniPathCreated with Sketch.Vinna undir álagiPathCreated with Sketch.ÞjónustulundPathCreated with Sketch.Þolinmæði
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar