Sveitarfélagið Hornafjörður
Sveitarfélagið Hornafjörður
Sveitarfélagið Hornafjörður

Verkefnastjóri uppbyggingar íþrótta- og skólamannvirkja

Sveitarfélagið Hornafjörður leitar að metnaðarfullum og skipulögðum verkefnastjóra til að leiða stórt og spennandi uppbyggingarverkefni á Höfn. Verkefnið felur í sér stjórnun undirbúnings og framkvæmdar við uppbyggingu íþrótta- og skólamannvirkja.

Um er að ræða einstakt tækifæri fyrir fagmanneskju til að stýra mikilvægri uppbyggingu fyrir íbúa svæðisins frá upphafi til enda. Verkefnastjóri mun bera ábyrgð á að öllum þáttum verkefnisins, allt frá þarfagreiningu til afhendingar, sé stýrt á faglegan og skilvirkan hátt.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stýring á öllum þáttum verkefnisins, þar á meðal gerð og eftirfylgni tíma-, kostnaðar- og samskiptaáætlana
  • Leiða þarfagreiningu með hagsmunaaðilum og stýra hönnunarvinnu
  • Ábyrgð á útboðsferli og samningagerð í samræmi við lög um opinber innkaup
  • Stjórnun framkvæmda með áherslu á gæði, skilvirkni og fyllsta öryggi á vinnustað
  • Greining á óvissuþáttum og regluleg skýrslugerð og upplýsingagjöf
  • Yfirferð og samþykkt reikninga
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. í byggingarverkfræði, byggingartæknifræði, arkitektúr, byggingarfræði, verkefnastjórnun
  • Viðtæk reynsla af stjórnun verklegra framkvæmda
  • Reynsla af gerð þarfagreininga og stjórnun hönnunarvinnu
  • Þekking á lögum og reglum er varða innkaup, framkvæmdir og öryggismál
  • Sterk leiðtogahæfni og geta til að vinna sjálfstætt með frumkvæði og nákvæmni
  • Þjónustulund, jákvæðni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Góð skipulags- og greiningarhæfni og lausnamiðuð hugsun
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli
Auglýsing birt1. desember 2025
Umsóknarfrestur9. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hafnarbraut 27, 780 Höfn í Hornafirði
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar