
Akraneskaupstaður
Akranes er stærsta sveitarfélag Vesturlands með rúmlega 8.500 íbúa.
Hjá Akraneskaupstað starfa tæplega 800 manns í 20 stofnunum. Bærinn rekur tvo grunnskóla, fjóra leikskóla, frístundastörf, búsetukjarna, miðlæga skrifstofu, tónlistarskóla, bókasafn, slökkvilið og byggðasafn svo fátt eitt sé nefnt. Akranes er framsækið sveitarfélag sem hefur jákvæðni, metnað og víðsýni að leiðarljósi í þjónustu og uppbyggingu sveitarfélagsins.
Akranes er einstaklega fjölskylduvænt bæjarfélag þar sem gott er að búa og ala upp börn. Bærinn er bæði heilsueflandi og barnvænt samfélag og framfylgir stefnu um slíkt. Það sem einkennir Akranes er flatlendi þess og er því mjög þægilegt að ganga og hjóla um bæinn. Auk þess eru möguleikar til útivistar fjölbreyttir og stutt í ósnortna náttúru.

Verkefnastjóri farsæls frístundastarfs
Mennta- og menningarsvið Akraneskaupstaður leitar að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í starf verkefnastjóra farsæls frístundastarfs. Um er að ræða tímabundið 80% starf til eins árs frá 1. janúar - 31. desember 2026.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Leiða og samhæfa þróun og framkvæmd verkefna sem stuðla að farsæld, inngildingu og auknum tækifærum allra barna til þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi
- Fara með heildstæða forystu yfir verkefninu Farsælt frístundastarf og vinna að sjálfbærni þess innan sveitarfélagsins
- Skipuleggja þjónustu í nánu samstarfi við hagaðila og veita stuðningsaðilum í Farsælu frístundastarfi faglega forystu, ráðgjöf og stuðning
- Styðja íþrótta- og tómstundafélög í að taka á móti börnum með fjölbreyttar stuðningsþarfir og efla þátttöku barna af erlendum uppruna
- Samþætta og þróa íþrótta- og tómstundatilboð fyrir börn í 1.–7. bekk yfir sumartímann.
- Þróa nýsköpunar- og inngildingarverkefni í samstarfi við aðra þjónustuaðila og stofnanir
- Taka virkan þátt í nýbreytni- og þróunarstarfi á mennta- og menningarsviði og vera hluti af þverfaglegu teymi í þágu farsældar barna
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun og framhaldsnám sem nýtist í starfi
- Færni, þekking og reynsla á inngildandi starfsháttum
- Þekking og reynsla af verkefnastjórnun og þróunarstarfi
- Þekking og reynsla af starfsemi íþrótta- og tómstundafélaga
- Þekking og reynsla af stjórnsýslu sveitarfélags
- Hæfni til að veita faglega forystu
- Frumkvæði, skipulagshæfileikar og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Færni og sveigjanleiki í samskiptum
- Framsýni og metnaður til að ná árangri í starfi
Auglýsing birt1. desember 2025
Umsóknarfrestur9. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Dalbraut 1, 300 Akranes
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Verkefnastjóri uppbyggingar íþrótta- og skólamannvirkja
Sveitarfélagið Hornafjörður

Deildarstjóri þjónustu- og framkvæmdadeildar
Sveitarfélagið Hornafjörður

Sérfræðingur í starfsmenntamálum
Efling stéttarfélag

Leiðtogi starfsstöðva COWI á Austurlandi
COWI

Byggingarverk- eða tæknifræðingur í mannvirkjagerð
LNS Íslandi ehf.

Verkefnastjóri í mannvirkjagerð
LNS Íslandi ehf.

Verkefnastjóri - Ofanflóðavarnir
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Skrifstofustjóri í Tölvunarfræðideild
Háskólinn í Reykjavík

Verkefnastjóri í Tölvunarfræðideild
Háskólinn í Reykjavík

Improvement Specialist w. emphasis on AI (icel. umbótasérfræðingur)
Travel Connect

Deildarstjóri Rauða krossins í Eyjafirði
Rauði krossinn við Eyjafjörð

Íþrótta- og verkefnastjóri Breiðabliks
Breiðablik