Akraneskaupstaður
Akraneskaupstaður
Akraneskaupstaður

Verkefnastjóri farsæls frístundastarfs

Mennta- og menningarsvið Akraneskaupstaður leitar að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í starf verkefnastjóra farsæls frístundastarfs. Um er að ræða tímabundið 80% starf til eins árs frá 1. janúar - 31. desember 2026.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Leiða og samhæfa þróun og framkvæmd verkefna sem stuðla að farsæld, inngildingu og auknum tækifærum allra barna til þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi 
  • Fara með heildstæða forystu yfir verkefninu Farsælt frístundastarf og vinna að sjálfbærni þess innan sveitarfélagsins
  • Skipuleggja þjónustu í nánu samstarfi við hagaðila og veita stuðningsaðilum í Farsælu frístundastarfi faglega forystu, ráðgjöf og stuðning
  • Styðja íþrótta- og tómstundafélög í að taka á móti börnum með fjölbreyttar stuðningsþarfir og efla þátttöku barna af erlendum uppruna
  • Samþætta og þróa íþrótta- og tómstundatilboð fyrir börn í 1.–7. bekk yfir sumartímann.
  • Þróa nýsköpunar- og inngildingarverkefni í samstarfi við aðra þjónustuaðila og stofnanir
  • Taka virkan þátt í nýbreytni- og þróunarstarfi á mennta- og menningarsviði og vera hluti af þverfaglegu teymi í þágu farsældar barna
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun og framhaldsnám sem nýtist í starfi
  • Færni, þekking og reynsla á inngildandi starfsháttum
  • Þekking og reynsla af verkefnastjórnun og þróunarstarfi
  • Þekking og reynsla af starfsemi íþrótta- og tómstundafélaga
  • Þekking og reynsla af stjórnsýslu sveitarfélags 
  • Hæfni til að veita faglega forystu
  • Frumkvæði, skipulagshæfileikar og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Færni og sveigjanleiki í samskiptum
  • Framsýni og metnaður til að ná árangri í starfi
Auglýsing birt1. desember 2025
Umsóknarfrestur9. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Dalbraut 1, 300 Akranes
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar