

Tökumaður & klippari (e.content creator)
Dreymir þig um að framleiða skapandi efni í vinnunni? 📲
Markaðsstofan Popp Up óskar eftir að ráða öflugan og skapandi liðsfélaga í starf tökumanns/klippara (e. content creator)
Við leitum að einstaklingi með brennandi áhuga á myndbandsgerð, samfélagsmiðlum og skapandi auglýsingagerð - og nýtur þess að sjá hugmyndir verða að veruleika. 🍿
Popp Up er framleiðslufyrirtæki sem vinnur með framúrskarandi fyrirtækjum í fjölbreyttum geirum. Við leggjum áherslu á samvinnu, frumkvæði og góða stemningu í vinnunni.
Við viljum bæta við okkur öflugum liðsfélaga sem hefur gaman af því að vinna í lifandi umhverfi þar sem verkefnin eru fjölbreytt og hugmyndir fá að vaxa.
Tökumaður/klippari vinnur náið með verkefnastjórum og viðskiptavinum í að búa til grípandi samfélagsmiðlaefni og auglýsingar, þvert á miðla.
- Upptaka og eftirvinnsla myndbandsgerðar
-
Hugmyndavinna og skipulagning efnis
-
Fylgjast með því sem er að trenda á samfélagsmiðlum
-
Viðhald og umsjón með tökubúnaði
- Önnur tilfallandi verkefni
Við leitum að einstaklingi sem er með:
- Reynslu af klippiforritum (CapCut, DaVinci Resolve, Premiere Pro o.s.frv.)
-
Grunnþekkingu á upptökubúnaði og/eða símaupptökum
-
Reynslu eða þekkingu á samfélagsmiðlum
-
Skapandi hugsun og frumkvæði
-
Góða þjónustulund og frábær mannleg samskipti
-
Góða íslensku- og enskukunnáttu
Íslenska
Enska










