
Íþróttafélagið Ösp
Íþróttafélagið Ösp var stofnað 18. Maí, 1980 af foreldra- og kennarafélagi Öskjuhlíðarskóla, með stuðningi frá Íþróttasambandi Fatlaðra. Stofnfundurinn fór fram á Þingvöllum, þar sem mættu foreldrar og nemendur til veislu í Valhöll.
Markmið Íþróttafélagsins Aspar er að standa fyrir íþróttaæfingum hjá félögunum, með sem fjölbreyttustum hætti, þeim til heilsubótar og ánægju og þátttöku í íþróttamótum, þar sem hæfni hvers og eins nýtur sín sem best.
Fjöldi iðkenda er um 250 manns og æfðar eru níu íþróttagreinar, þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Íþróttafélagið Ösp er opið öllum, sem hafa áhuga á íþróttum, sem æfðar eru hjá félaginu: sund, keila, frjálsar íþróttir, boccia, fótbolti, nútíma fimleikar, styrktarþjálfun, borðhokkí og skautar.
Allir eru velkomnir á æfingar, til að kynnast því, sem þar fer fram og hvetjum við alla til að mæta og sjá hvort ekki sé eitthvað við þeirra hæfi eða þeirra skjólstæðinga sem þeir gætu haft gaman af.

Þjálfari í frjálsum íþróttum
Íþróttafélagið Ösp leitar að áhugasömum og jákvæðum þjálfara til að taka þátt í og leiða starf félagsins í frjálsum íþróttum. Æfingatímar eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:00–18:00 og laugardaga kl.12:00–14:00 Æfingar fara fram í Laugardalshöll.
Frekari upplýsingar veitir Helga Hákonardóttir,[email protected] eða í síma 663 5477.
Komdu og vertu hluti af skemmtilegu, gefandi og öflugu starfi með fjölbreyttum hópi einstaklinga í frjálsíþróttum!
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skipulag frjálsíþróttastarfs deildarinnar
- Þjálfun í þeim greinum sem deildin iðkar
- Samskipti við stjórn, iðkendur og aðstandendur
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun í íþróttafræði mikill kostur
- Reynsla af þjálfun í frjálsum íþróttum
- Reynsla af því að starfa með fötluðum mikill kostur
Fríðindi í starfi
- Símastyrkur
Auglýsing birt30. október 2025
Umsóknarfrestur30. nóvember 2025
Laun (á mánuði)120.000 - 150.000 kr.
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaValkvætt
Starfstegund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (5)



