
Nova
Þann 1. desember 2007 opnaði Nova dyrnar að Stærsta skemmtistað í heimi - internetinu! Síðan þá höfum við lagt ofur áherslu á að hlaupa hratt og vera fyrst með nýjungarnar. Við vorum fyrst allra íslenskra símafyrirtækja til að bjóða upp á 4G, 4.5G og nú síðast 5G.
Árið 2016 bætti Nova ljósleiðaraþjónustu í vöruframboð sitt sem byggir á kerfi Ljósleiðarans ehf. Ljósleiðari hjá Nova styður 1000 Mb/s hraða, sem er mesti hraði í heimatengingum á Íslandi. Aðeins það besta fyrir okkar fólk!
Nova hefur átt ánægðustu viðskiptavinina í farsímaþjónustu samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni sl. 16 ár sem er viðurkenning sem við erum einstaklega þakklát fyrir! Slíkum árangri væri ekki hægt að ná nema með besta liðinu en við leggjum okkur öll fram við það alla daga að skapa besta vinnustaðinn. Nova er skemmtilegur og sveigjanlegur vinnustaður, þar sem mikið er lagt upp úr sjálfstæðum vinnubrögðum, frumkvæði og kappsemi.
Þó við segjum sjálf frá, þá er starfsfólk Nova sérlega skemmtilegt, liðsheildin góð og starfsandinn svífur í hæstu hæðum.
Við erum sérstaklega stolt, auðmjúk og þakklát fyrir það að hafa fengið nafnbótina Fyrirtæki ársins í fjögur skipti ásamt því að vera Fyrirmyndar fyrirtæki á vegum VR 16 ár í röð og hlotið Jafnlaunavottun 2023-2026.
Viltu dansa með okkur?

Söluráðgjafar í söluveri Nova
Við leitum að hressu og heiðarlegu fólki sem spilar til að sigra í söluver Nova. Keppnisskap, heiðarleiki, drifkraftur, gleði og liðsandi eru kostir sem við metum mikils í fari fólks. Í Söluverinu keppumst við alla daga, alltaf við það að fjölga okkar frábæru viðskiptavinum. Söluorkuverið einkennist af metnaði, eljusemi, heiðarleika og umfram allt: skemmtun og gleði! Starfið felur í sér sölu og ráðgjöf til einstaklinga á öllum vörum og þjónustum Nova.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Úthringingar
- Tilboðsgerð og eftirfylgni
- Veita framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf
- Vinna í teymi og stuðla að jákvæðu vinnuumhverfi
Menntunar- og hæfniskröfur
- Geta til að vinna sjálfstætt og gott skipulag
- Metnaður
- Framúrskarandi þjónustulund
- Heiðarleiki og fagleg framkoma
- Markmiðasetning og seigla
- Góður liðsfélagi
- Reynsla af sölustörfum er mikill kostur
- Áhugi á fjarskiptaþjónustum er kostur
- Góð kunnátta í íslensku og ensku, bæði töluðu og rituðu máli nauðsynlegt
Auglýsing birt13. nóvember 2025
Umsóknarfrestur21. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Lágmúli 9, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Helgar- og hlutastarf í verslun
BAUHAUS slhf.

Söluráðgjafar H&M - Jólastörf
H&M

Sölufulltrúi í verslun - Fullt starf
Mi búðin

Úthringistarf hjá Tryggingamiðlun Ísland
Tryggingamiðlun Íslands

Innkaup- og afgreiðsla
Exton

Söluráðgjafi á heilbrigðissviði
Fastus

Sölufulltrúi (e. Sales Representative for Chemical Products Targeting HoReCa)
Hreinlætislausnir Áfangar

Verslunarstörf í ELKO Lindum
ELKO

Sölu- og þjónustufulltrúi í verkstæðismóttöku
Mazda, Peugeot, Citroën og Opel á Íslandi | Brimborg

Sölu- og þjónusturáðgjafi - Verslun Akureyri
Sýn

Söluráðgjafi hjá Módern
Módern

Sölu og þjónustufulltrúi - Þjónustuver
Sýn