
Syrusson hönnunarhús
Syrusson Hönnunarhús er eitt framsæknasta hönnunarfyrirtæki landsins. Við bjóðum upp á gríðarlegt úrval af húsgögnum fyrir heimili og vinnustaði. Stór hluti húsgagna okkar er íslensk hönnun og framleiðsla þar sem mikil áhersla er lögð á fágun og fagmennsku við smíði hennar. Húsgögnin eru unnin hér á landi af verksmiðjum sem státa af áratuga reynslu í faginu. Við bjóðum bæði upp á fjöldaframleidda sem og sérsmíðaða hluti, en mikil áhersla er lögð á persónuleg samskipti ásamt sveigjanleika í hönnun og efnisvali. Syrusson hefur tekist á við mörg krefjandi verkefni síðustu ár, bæði fyrir fyrirtæki og heimili þar sem farið er fram á heildarlausnir. Okkar aðalsmerki er mikið vöruúrval á góðu verði. Syrusson- Alltaf með lausnina.
Smiður/laghentur starfsmaður
Við hjá Syrusson hönnunarhúsi leitum að laghentum starfsmanni til þess að fullkomna liðið okkar.
Lifandi og fjölbreytt starf. Viðkomandi mun sinna margvíslegum verkefnum svo sem taka á móti vörum, samsetningu á húsgögnum ásamt uppsetningu hjá viðskiptavinum
Ef þú
- Kannt að fara með verkfæri og setja saman húsgögn eins og ekkert sé (reynsla af smíðavinnu er mikill kostur)
- Ert hraustur
- Hefur þokkalega tölvukunnáttu
- Ert með bílpróf
- Ert með hreint sakavottorð
- Ert drífandi, jákvæð/ur og með góða þjónustulund
- Talar góða íslensku
Þá erum við að leita að þér!!
Á móti bjóðum við skemmtilegt og fjölbreytt starf hjá framsæknu og ört vaxandi fyrirtæki.
Ef þú hefur áhuga á að ganga í liðið okkar, ekki hika við að senda inn umsókn.
Auglýsing birt14. nóvember 2025
Umsóknarfrestur30. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Blikastaðavegur 2-8 2R, 112 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Söluráðgjafar H&M - Jólastörf
H&M

Starfsmaður í vöruhúsi
Nox Medical

Lagerstarf í frysti - hlutastarf
Myllan

Starfsmaður á lager í verksmiðju Freyju
Freyja

Lagerstarfsmaður óskast.
Parki

Lagerfulltrúi í vöruhúsi hjá Brimborg
Brimborg

Warehouse Agent - Innkaupa og varahlutadeild Icelandair
Icelandair

Lagerstjóri - Krónan Selfoss
Krónan

Starf í framleiðslu og á lager
Fóðurblandan

Sendibílstjóri / Driver
RMK ehf

Lagerstarf - Varahlutir - Bifreiðar
Vélrás

Starf á lager
Fastus