Eimskip
Eimskip
Eimskip

Sérfræðingur á fjármálasviði Eimskips

Við leitum að aðila með endurskoðandaréttindi eða reynslu í samstæðuuppgjörum á fjármálasvið. Fjármálasvið þjónustar starfsstöðvar Eimskips í 20 löndum um allan heim.

Við vinnum náið með öllum deildum Eimskips, bæði innanlands og erlendis, og krefst starfið því færni í mannlegum samskiptum, góðrar enskukunnáttu sem og að koma efni frá sér á skýran og áhugaverðan hátt.

Við leggjum mikla áherslu á bætingu ferla, aukna sjálfvirkni og gagnadrifna ákvarðanatöku og leitum við að aðila með ríkulega greiningahæfni og reynslu í samstæðuuppgjörum og er þekking á alþjóðlegum skattamálum kostur. Starfið er fjölbreytt, á spennandi vinnustað í alþjóðlegu umhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þátttaka í ársfjórðungslegum uppgjörum fyrir félög innan samstæðu Eimskips sem felur í sér greiningar og framsetningu gagna.
  • Vinnsla á virðisrýrnunarprófum og öðrum sjóðstreymisverkefnum.
  • Verkefni sem snúa að alþjóðlegu skattaumhverfi samstæðunnar.
  • Þátttaka í umbótarverkefnum til dæmis bestun ferla, þróun og innleiðingu á sjálfvirkum lausnum fyrir gagnatengingar og skýrslugerð.
  • Veita stjórnendum stuðning við tölulegar upplýsingar.
  • Önnur tilfallandi verkefni
Auglýsing birt1. desember 2025
Umsóknarfrestur14. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Sundabakki 2, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.GagnagreiningPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar