
Einingaverksmiðjan
Einingarverksmiðjan er staðsett í nýju verksmiðjuhúsnæði að Koparhellu 5, 221 Hafnarfirði.
Einingaverksmiðjan ehf. var stofnuð árið 1994. Frá upphafi hefur Einingaverksmiðjan sérhæft sig í og framleitt forsteyptar lausnir fyrir breiðan hóp viðskiptavina og hefur byggt upp gríðarlega sérþekkingu og áratuga verkkunnáttu. Hjá fyrirtækinu starfa um 75 starfsmenn.

Meiraprófsbílstjóri með reynslu / CE driver with experience - Einingaverksmiðjan
Við leitum að öflugum og áreiðanlegum meiraprófsbílstjóra, með minnst 2 ára reynslu af akstri með tengivagn (CE). Kostur ef viðkomandi hefur reynslu af akstri með forsteyptar einingar og í akstri veggjavagna.
Starfið felst að stærstum hluta í akstri með vörur fyrirtækisins til viðskiptavina og sækja efni í námur. Einnig koma tímabil/dagar þar sem viðkomandi þarf að vinna við lestun og losun á vörum á útilager fyrirtækisins. Því er mikilvægt að starfsmaður sé sveigjanlegur og tilbúinn í fjölbreytt verkefni. Kostur ef viðkomandi hefur vinnuvélaréttindi s.s. C - brúkrani, J - lyftari -10 tonn og I - dráttartæki).
Helstu verkefni og ábyrgð
- Akstur með vörur (forsteyptar einingar) til viðskiptavina
- Lestun og losun
- Sækja efni í námur
- Samskipti og þjónusta við viðskiptavini
- Vinna á lagersvæði þegar ekki verkefni við akstur
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Meirapróf C og réttindi til að keyra með tengivagn CE
- Vinnuvélaréttindi (C, J og I ) kostur
- Minnst 2 ára reynsla af akstri með tengivagn
- Skipulag, dugnaður og áreiðanleiki
- Jákvæðni, þjónustulund og samskiptahæfni
- Íslensku- og enskukunnátta
Auglýsing birt1. desember 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaValkvætt
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Koparhella 5
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

landsbyggðarstrætó Höfn-vík
GTS ehf

Bílstjóri - Sölufólk Sómi
Sómi

Þungavörulager:
Húsasmiðjan

Verkstjóri - Húsavík
Terra hf.

Sala og áfylling í verslanir
TINNA EHF

Kranabílstjóri á nýjan kranabíl
Ísbor ehf

Starfsmaður á lager
Arctic Trucks Ísland ehf.

Sendibílstjóri óskast í innanbæjar akstur
Óli Binni ehf

Warehouse employee - lagerstarfsmaður
Vinnupallar

Bílstjóri í innanbæjarakstur
Eimskip

Vöruhúsastarfsmaður hjá Rubix og Verkfærasölunni
Rubix og Verkfærasalan

Ferðaþjónusta fatlaðra - Akstur
Teitur