

Landakotsskóli auglýsir starf forstöðumanns frístundar
Hlutverk frístundaheimilis er að bjóða upp á skapandi umhverfi þar sem starfshættir einkennast af frjálsum leik og skipulögðu starfi.
Landakotsskóli leitar að jákvæðum og áhugasömum einstaklingi í starf forstöðumanns frístundar. Um er að ræða 100% starfshlutfall vegna fæðingarorlofs, með möguleika á áframhaldandi starfi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en í janúar 2026.
Frístundin er félagsmiðstöð fyrir yngstu nemendur skólans þar sem lögð er áhersla á öryggi, fagmennsku, skapandi starf og virðingu. Starfið felur í sér yfirumsjón með skipulagi, daglegu starfi og faglegri þróun frístundar, auk samskipta við foreldra, samstarfsaðila og starfsfólk.
Umsóknir og frekari upplýsingar:
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsækjendur þurfa að skila inn sakavottorði.
Við leitum að einstaklingi sem nýtur sín í fjölmenningarlegu umhverfi. Staðan hentar öllum kynjum.
Umsóknir berast eingöngu í gegnum https://www.alfred.is
Frekari upplýsingar veitir Sigrún Birgisdóttir skólastjóri í síma 868 3497 eða á netfangið [email protected]
Helstu verkefni og ábyrgð:
-
Umsjón með daglegum rekstri og skipulagi frístundar.
-
Verkstjórn og stuðningur við starfsfólk frístundar.
-
Samskipti við foreldra og samstarfsaðila.
-
Skipulag hópastarfs, skráning barna og upplýsingagjöf.
-
Ábyrgð á faglegu starfi og gerð starfsáætlunar.
-
Skipulag sumarfrístundar í júní og ágúst fyrir 5 ára deild.
Menntunar- og hæfniskröfur:
-
Háskólanám á sviði tómstunda-, uppeldis- og/eða félagsfræða (B.Ed., BA).
-
Reynsla af skipulögðu starfi með börnum og stjórnun.
-
Góð hæfni í mannlegum samskiptum, skipulagsfærni og frumkvæði.
-
Metnaður, þolinmæði, sveigjanleiki og sköpunargleði.
-
Góð íslenskukunnátta í rituðu og töluðu máli.
-
Gott vald á ensku.
Íslenska
Enska










