Klettabær
Klettabær
Klettabær

Hópstjóri í Klettabæ

Klettabær leitar að öflugum og lausnamiðuðum einstaklingum með jákvætt viðhorf og framúrskarandi samskiptahæfileika í starf hópstjóra.

Starf hópstjóra er vaktavinna og stýrir hópstjóri úrræði utan reglulegs vinnutíma deildarstjóra. Viðkomandi er meðvitaður um alla þætti starfseminnar og getur tekið ákvarðanir.

Klettabær sinnir einstaklingum með margþættar þarfir, þar sem lögð er áhersla á sértæka og einstaklingsmiðaða þjónustu. Við vinnum út frá hugmyndafræðinni um fjöláfalla- og tengslamiðaðan stuðning með það að markmiði að stuðla að jöfnum tækifærum, þátttöku og lífsgæðum ungs fólks á eigin forsendum.

Hópstjóri starfar samkvæmt persónuverndarstefnu og öryggisreglum fyrirtækisins og gætir trúnaðar í öllum sínum samskiptum innan sem og utan sinnar starfseiningar.

Í Klettabæ ríkir mikil starfsánægja og góður starfsandi.

Einkennisorð Klettabæjar eru ástríða, fagmennska, gleði og umhyggja.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sinnir þeim verkum sem deildarstjóri setur fyrir og vinnur í nánu samstarfi með deildarstjóra og öðrum á fagsviði Klettabæjar, eftir þörfum.
  • Veita einstaklingsmiðaða þjónustu og stuðning í daglegu lífi
  • Sinnir verkefnum á skrifstofu undir leiðsögn deildarstjóra
  • Ber ábyrgð á vaktinni í fjarveru deildarstjóra
  • Sér um verkaskiptingu ráðgjafa á sinni vakt
  • Sér um að verklagi sé framfylgt; dagskrá, eftirlit og skráning upplýsinga
  • Ber ábyrgð á heimilishaldi á sinni vakt og að fylgjast með að húsnæði, húsbúnaður og ökutæki séu í lagi
  • Fylgist með að viðeigandi lyfjagjöf sé sinnt á sinni vakt
  • Tileinkar sér allar þær verklagsreglur og markmið sem unnið er eftir innan heimilis
  • Er fyrirmynd fyrir þjónustunotendur
  • Ber ábyrgð á að viðeigandi atriði séu skráð í dagbók
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af sambærilegu starfi æskileg
  • Frábær samskipta- og leiðtogafærni
  • Sveigjanleiki, sjálfstæði og skipulagshæfni
  • Frumkvæði og jákvæðni í starfi
  • Viðkomandi þarf að hafa náð 23 ára aldri
  • Bílpróf
  • Hreint sakavottorð
Auglýsing birt1. desember 2025
Umsóknarfrestur15. desember 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Hlíðasmári 10, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar