
Samkeppniseftirlitið
Samkeppniseftirlitið fylgist með samkeppni fyrirtækja í síbreytilegu atvinnulífi landsins.
Eftirlitið spornar við óhæfilegum hindrunum og takmörkunum á frelsi í atvinnurekstri, vinnur gegn skaðlegri fákeppni og samkeppnishömlum og auðveldar aðgang nýrra keppinauta að markaðnum.
Hjá Samkeppniseftirlitinu starfar fjölbreyttur hópur hagfræðinga og lögfræðinga sem hefur brennandi áhuga á samkeppnismálum.

Ert þú sérfræðingur í upplýsingatækni og öryggismálum – með áhuga á gagnagreiningu og nýsköpun?
Samkeppniseftirlitið óskar eftir metnaðarfullum sérfræðingi á sviði upplýsingatækni og öryggismála. Við leitum að einstaklingi sem vill taka þátt í að tryggja öflugt tæknilegt umhverfi stofnunarinnar, styðja við húsleitarmál og stafrænar rannsóknir með tæknilausnum og aðkomu að gagnavinnslu og greiningu. Hæfni í gagnavísindum, forritun eða gervigreind getur skapað tækifæri til að móta starfið enn frekar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Eftirfylgni með upplýsingakerfum og innviðum Samkeppniseftirlitsins
- Net- og gagnaöryggi, þar á meðal innleiðing öryggisstaðla og viðbragðsáætlana
- Tæknileg aðstoð við húsleitir, stafrænar rannsóknir og gagnaöflun
- Þáttaka í þróun og viðhaldi gagnagrunna og gagnainnviða
- Stuðningur við sérfræðinga í gagnagreiningum og vinnslu gagna
- Þátttaka í innlendu og alþjóðlegu starfi
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í tölvunarfræði, upplýsingatækni, verkfræði eða skyldu sviði
- Reynsla af stjórnun kerfa og gagnagrunna
- Þekking á net- og gagnaöryggi, m.a. með hliðsjón af alþjóðlegum öryggisstöðlum
- Færni í að þróa og nýta tæknilausnir við úrvinnslu og greiningu gagna
- Kostur ef viðkomandi hefur reynslu af gagnagreiningu eða forritun (SQL, Python, R)
- Skipulögð, lausnamiðuð og sjálfstæð vinnubrögð
- Geta til að starfa undir álagi
- Góð samskiptahæfni og færni til að starfa þvert á fagsvið
- Góð kunnátta í íslensku og ensku, í ræðu og riti
Auglýsing birt12. nóvember 2025
Umsóknarfrestur27. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Borgartún 26, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Framleiðslusérfræðingur
Marel

Viltu leiða spennandi verkefni í endurbótum aflstöðva?
Landsvirkjun

Viltu hafa áhrif á áhættustýringu stærstu framkvæmda landsins?
Landsvirkjun

Tæknimaður HljóðX lausna
HljóðX

Upplýsingatæknistjóri
Dagar hf.

Forritun stjórnkerfa
EFLA hf

Síminn leitar að gagnagreinanda (e. Data Analyst)
Síminn

Síminn leitar að gagnaforritara (e. Data Engineer)
Síminn

Sérfræðingur í kerfisumsjón við upplýsingatæknideild
Coripharma ehf.

Tækniaðstoð og stafrænar lausnir
Atlantik

Engineering & Delivery Lead (International Customers)
Tern Systems

Sviðsstjóri viðskiptaþróunar og greiningar
Vistor