Iceland Seafood
Iceland Seafood
Iceland Seafood

Aðalbókari Iceland Seafood

Iceland Seafood er rótgróið alþjóðlegt fyrirtæki og óskar eftir að ráða öflugan og nákvæman aðalbókara til starfa á fjármálasviði. Leitum að einstaklingi með góða reynslu af bókhaldi og uppgjörum sem vill taka þátt í áframhaldandi þróun og uppbyggingu fjármálastarfssemi félagsins.

Helstu verkefni snúa að uppgjörum, rekstrargreiningu, birgðaeftirliti og áætlanagerð, ásamt umsjón með virðisaukaskatti og öðrum tengdum fjármálaverkefnum.

Starfið krefst nákvæmni, ábyrgðar og hæfni til að vinna þvert á deildir.

Helstu verkefni og ábyrgð

Uppgjör og rekstrargreining:

  • Mánaðarleg uppgjör fyrir IS ehf. og ISI hf.

  • Aðstoð við gerð ársreiknings IS ehf. 
  • Framlegðarútreikningar (net margin): yfirferð allra mánaðarsala, m.a. söluverðs, kostnaðarverðs, fraktar, tolla og trygginga.

Birgðir og tölfræðilegt eftirlit:

  • Eftirfylgni með aldursgreiningu birgða og gerð birgðalista.

  • Yfirferð og eftirlit með bókunum í stafræna reikningavélmenninu.

Áætlanagerð:

  • Gerð rekstrar- og efnahagsáætlana fyrir IS ehf.

  • Samvinna við financial controller og fjármálastjóra við mótun og úrvinnslu áætlana.

Almenn fjármálaverkefni:

  • Umsjón, yfirferð og eftirlit með bókunum og gerð reikninga innan samstæðu.
  • Almennar afstemmingar
  • Umsjón með fjarverukerfi og frídögum starfsmanna.

  • Umsjón með virðisaukaskatti og gerð vsk-uppgjöra.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi, t.d. bókhald, reikningshald eða viðskiptafræði.

  • Reynsla af bókhaldi og mánaðarlegum uppgjörum er skilyrði.

  • Góð greiningarhæfni og hæfni til að vinna með töluleg gögn.

  • Þekking á Navison/BC bókhaldskerfi.

  • Þekking eða áhugi á stafrænum ferlum og sjálfvirknilausnum, s.s. Evolv, er kostur.

  • Góð almenn tölvukunnátta, þar á meðal Excel.

  • Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli er skilyrði.

  • Skipulögð, sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð.

  • Góð samskiptahæfni og jákvætt hugarfar.

Fríðindi í starfi
  • Niðurgreiddur hádegismatur

  • Íþróttastyrkur

  • Öflugt starfsmannafélag - alla jafna annað hvert ár árshátíð erlendis

Auglýsing birt28. nóvember 2025
Umsóknarfrestur15. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Köllunarklettsvegur 2, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AfstemmingPathCreated with Sketch.ÁrsreikningarPathCreated with Sketch.ÁætlanagerðPathCreated with Sketch.AðlögunarhæfniPathCreated with Sketch.Dynamics NAVPathCreated with Sketch.FjárhagsáætlanagerðPathCreated with Sketch.GreiningarfærniPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Microsoft Dynamics 365 Business CentralPathCreated with Sketch.NákvæmniPathCreated with Sketch.ReikningagerðPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.UppgjörPathCreated with Sketch.Vandvirkni
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (1)