

Vörustjóri
Hefur þú áhuga á að starfa hjá framsæknu og skemmtilegu fyrirtæki?
A4 óskar eftir að ráða vörustjóra til að vinna með leiðandi alþjóðleg vörumerki. Hér er tækifæri að vinna með stórum alþjóðlegum fyrirtækjum að því að bjóða upp á úrvals vörur í takt við þarfir viðskiptavina. Vörustjóri vinnur með skapandi flokka eins og leikföng og spil sem og föndur og hannyrðir.
Við leitum eftir framsýnum einstakling sem hefur áhuga á að móta og þróa vöruframboð A4 fyrir framtíðar.
Helstu verkefni
- Ábyrgð á vöruþróun og vöruframboði á vöruflokkum
- Ábyrgð á viðskiptatengslum og samningum við birgja
- Tryggja sem best kjör við birgja
- Ábyrgð á verðlagningu í samræmi við framlegðarmarkmið
- Ábyrgð á stofnun nýrra vara og vörulýsingar sem og lokunar á eldri vörunúmerum
- Ábyrgð á upplýsingagjöf um vörur og kennslu til hagaðila
- Samstarf við markaðsdeild um markaðssetningu vara
- Eftirlit með samkeppni (samkeppnisgreining)
Menntun og reynsla
- Menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af vörustjórnun skilyrði
- Áhugi á skapandi vörum kostur
- Hæfni í að vinna með tölulegar upplýsingar
- Góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og töluðu mál
Mikilvægir kostir vörustjóra
- Drifkraftur og frumkvæði í starfi
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Áreiðanleiki, nákvæmni og vandvirkni
- Rík þjónustulund og góðir skipulagshæfileikar
Nánari upplýsingar um starfið veitir framkvæmdastjóri vörusviðs, Lárus Guðjón, í síma 580-0000.
Umsóknarfrestur er til og með 5. ágúst 2025.
A4 er framsækið fyrirtæki sem leggur metnað sinn í að vera í fararbroddi á sviði húsgagna, skrifstofu- og skólavara, skapandi vara, ferðavara og húsgagna. A4 leggur áherslu á góða og trausta þjónustu við viðskiptavini. Við erum stolt af því að geta boðið upp á heimsþekkt vörumerki sem eiga það öll sameiginlegt að vera í háum gæðaflokki. A4 rekur einnig Legobúðina í Smáralind. Hjá fyrirtækinu starfa um 140 starfsmenn.

