Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Viltu vera hluti af einu áhugaverðasta teymi borgarinnar?

Hefur þú brennandi áhuga á að vinna með fólki við fjölbreyttar aðstæður? Þá erum við að leita af þér. Norðurmiðstöð óskar eftir hressu og umhyggjusömu starfsfólki til starfa í viðbragðsteymi heimaþjónustu. Um er að ræða hlutastarf á dagvinnutíma og er ráðningartímabil samkomulag. Starfshlutfall getur verið 40-80% eða eftir samkomulagi. Starfið hentar vel með námi, s.s. á félags-, heilbrigðis- eða menntavísindasviði.

Áhersla er lögð á að veita persónumiðaða og sveigjanlega þjónustu sem stuðlar að auknu sjálfstæði og virkri samfélagsþátttöku. Í teyminu starfar þéttur og samheldinn starfsmannahópur og tökum við vel á móti nýju starfsfólki.

Starfið býður upp á fjölbreyttar áskoranir. Unnið er á heimilum notenda þar sem mikil þörf er á aðstoð og geta notendur átt við geðræn veikindi og/eða fíknivanda að stríða. Mikilvægt er að viðkomandi treysti sér í að sinna verkefnum inni á heimilum við krefjandi aðstæður.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoða notendur við tiltekt, þrif og/eða skipulagningu á heimilum þar sem veruleg þörf er á og áður en almenn félagsleg heimaþjónusta getur hafist.
  • Veita félagslegan stuðning og hvatningu er varðar umhirðu heimilis og/eða persónulega umhirðu, ásamt því að styðja notendur við að þiggja almenna félagsþjónustu.
  • Samskipti við miðstöðvar og/eða aðra þá sem koma að málum notenda.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð almenn menntun
  • Íslenskukunnátta á stigi B1-C1, samkvæmt samevrópska matskvarðanum
  • Gilt ökuleyfi
  • 20 ára aldurstakmark
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar
  • Umburðarlyndi og virðing fyrir manneskjunni í hvaða aðstæðum sem er
  • Jákvæðni, sveigjanleiki og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Hæfni til að takast á við krefjandi vinnuumhverfi
  • Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymi
  • Reynsla af krefjandi verkefnum í félagslegri heimaþjónustu eða umönnun kostur
  • Reynsla af vinnu með fólki í fíknivanda kostur
Fríðindi í starfi
  • Samgöngustyrkur
  • Heilsuræktarstyrkur
  • Menningar- og sundkort Reykjavíkur
  • Aðgengi að stuðnings- og ráðgjafateymi
Advertisement published6. August 2025
Application deadline20. August 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Efstaleiti 1, 103 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Clean criminal recordPathCreated with Sketch.Driver's licence
Work environment
Suitable for
Professions
Job Tags