

Verkefnastjóri viðhalds í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar
Kópavogsbær óskar eftir að ráða öflugan einstakling í starf verkefnastjóra viðhalds í þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar. Hér er um að ræða gott tækifæri fyrir þá sem hafa reynslu af samgönguframkvæmdum að nýta reynslu sína til að viðhalda og bæta innviði og samgöngukerfi bæjarins.
- Metur viðhaldsþörf á malbiksslitlögum og kemur upplýsingum á viðeigandi verktaka.
-
Metur og merkir viðgerðarstaði og framkvæmir magnmælingar.
-
Sinnir eftirlit með verktökum við gatna- og stígaviðhald.
-
Staðfestir magntölur og reikninga verktaka.
-
Staðfestir verklok framkvæmda.
-
Undirbýr útboð á verkum tengdum viðhaldi á umferðarmannvirkjum.
-
Umsjón og eftirlit með framkvæmdum á umferðarmannvirkjum.
- Útbýr merkinrgarplön og fylgist með að merkingar verktaka séu í lagi.
-
Stýrir verktökum við vetrarþjónustu á vegum, gatnamótum og stígum.
-
Verk-, tæknifræðimenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
-
Haldbær reynsla af verkefnastjórnun
-
Reynsla af jarðvegs- og/eða malbiksframkvæmdum.
-
Reynsla af stjórnun verklegra framkvæmda.
-
Góð almenn tölvukunnátta.
-
Almenn ökuréttindi og vinnuvélapróf kostur.
-
Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt.
-
Hæfni í mannlegum samskiptum.












