
Akraneskaupstaður
Akranes er stærsta sveitarfélag Vesturlands með rúmlega 8.500 íbúa.
Hjá Akraneskaupstað starfa tæplega 800 manns í 20 stofnunum. Bærinn rekur tvo grunnskóla, fjóra leikskóla, frístundastörf, búsetukjarna, miðlæga skrifstofu, tónlistarskóla, bókasafn, slökkvilið og byggðasafn svo fátt eitt sé nefnt. Akranes er framsækið sveitarfélag sem hefur jákvæðni, metnað og víðsýni að leiðarljósi í þjónustu og uppbyggingu sveitarfélagsins.
Akranes er einstaklega fjölskylduvænt bæjarfélag þar sem gott er að búa og ala upp börn. Bærinn er bæði heilsueflandi og barnvænt samfélag og framfylgir stefnu um slíkt. Það sem einkennir Akranes er flatlendi þess og er því mjög þægilegt að ganga og hjóla um bæinn. Auk þess eru möguleikar til útivistar fjölbreyttir og stutt í ósnortna náttúru.

Verkefnastjóri í stuðnings- og stoðþjónustu
Velferðar- og mannréttindasvið Akraneskaupstaðar auglýsir lausa til umsóknar 100% tímabundna stöðu verkefnastjóra í stuðnings- og stoðþjónustu. Um er ræða ráðningu til eins árs.
Starfið felur í sér m.a. að verkstýra og leiðbeina starfsfólki sem starfar við að veita stuðnings- og stoðþjónustu (heimaþjónustu). Einnig að samræma vinnu starfsfólks og úthluta verkefnum.
Auglýst er eftir þroskaþjálfa, iðjuþjálfa eða öðrum fagaðila með háskólamenntun í félags- eða heilbrigðisvísindum sem nýtist í starfi. Um er að ræða 100% starf á skrifstofu velferðar- og mannréttindasviðs.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Verkstýring, leiðbeiningar og stuðningur við starfsfólk sem starfar við að veita einstaklingum stuðnings- og stoðþjónustu.
- Samræma vinnu starfsfólks og úthluta verkefnum.
- Samskipti við notendur þjónustunnar, aðstandendur þeirra og aðra aðila sem koma að þjónustu við fullorðið fólk.
- Utanumhald um akstursþjónustu, heimsendan mat og önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Krafa er að umsækjandi hafi lokið háskólamenntun í þroska- eða iðjuþjálfafræðum, eða annarri háskólamenntun á sviði félags- eða heilbrigðisvísinda sem nýtist í starfi.
- Þekking á þjónustu við eldra fólk og fullorðna fatlaða.
- Jákvæðni, frumkvæði, skipulagshæfni, sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Framúrskarandi samskiptahæfni og hæfni til að bregðast við óvæntum aðstæðum.
- Að virðing sé höfð að leiðarljósi í samskiptum við þjónustuþega, aðstandendur og samstarfsfélaga.
- Þekking á lagaumhverfi og stjórnsýslu sveitarfélaga er kostur.
- íslenskukunnátta (B2 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma).
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur.
Advertisement published8. December 2025
Application deadline17. December 2025
Language skills
IcelandicRequired
Location
Dalbraut 4, 300 Akranes
Type of work
Skills
ProfessionalismProactiveClean criminal recordPositivityAmbitionHiringIndependencePersonnel administrationPunctualFlexibilityTeam workEmployee schedulingProject managementWorking under pressure
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Sérkennsla/atferlisfræðingur í Ægisborg
Leikskólinn Ægisborg

Teymisstjóri í íbúðakjarna fyrir fólk með fatlanir
Skrifstofa starfsstöðva og þróunar

Velferðarsvið - Ráðgjafi í barna- og fjölskylduteymi
Reykjanesbær

Ráðgjafi
Vinakot

Sérkennari eða þroskaþjálfi - Leikskólinn Stekkjarás
Hafnarfjarðarbær

Spennandi starf fyrir iðjuþjálfa - Skjól hjúkrunarheimili og Maríuhús dagþjálfun
Skjól hjúkrunarheimili

Iðjuþjálfi í heimhjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sérkennsla og stuðningur Seljakot
Leikskólinn Seljakot

Leikskólakennari / leiðbeinandi Seljakot
Leikskólinn Seljakot

Leikskólakennari
Heilsuleikskólinn Urriðaból I

Framkvæmdastýra áfangaheimilis fyrir konur
Lítil þúfa fta.

Iðjuþjálfar á taugaendurhæfingardeild Landakoti
Landspítali