Akraneskaupstaður
Akraneskaupstaður
Akraneskaupstaður

Verkefnastjóri í stuðnings- og stoðþjónustu

Velferðar- og mannréttindasvið Akraneskaupstaðar auglýsir lausa til umsóknar 100% tímabundna stöðu verkefnastjóra í stuðnings- og stoðþjónustu. Um er ræða ráðningu til eins árs.

Starfið felur í sér m.a. að verkstýra og leiðbeina starfsfólki sem starfar við að veita stuðnings- og stoðþjónustu (heimaþjónustu). Einnig að samræma vinnu starfsfólks og úthluta verkefnum.

Auglýst er eftir þroskaþjálfa, iðjuþjálfa eða öðrum fagaðila með háskólamenntun í félags- eða heilbrigðisvísindum sem nýtist í starfi. Um er að ræða 100% starf á skrifstofu velferðar- og mannréttindasviðs.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Verkstýring, leiðbeiningar og stuðningur við starfsfólk sem starfar við að veita einstaklingum stuðnings- og stoðþjónustu.
  • Samræma vinnu starfsfólks og úthluta verkefnum.
  • Samskipti við notendur þjónustunnar, aðstandendur þeirra og aðra aðila sem koma að þjónustu við fullorðið fólk.
  • Utanumhald um akstursþjónustu, heimsendan mat og önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Krafa er að umsækjandi hafi lokið háskólamenntun í þroska- eða iðjuþjálfafræðum, eða annarri háskólamenntun á sviði félags- eða heilbrigðisvísinda sem nýtist í starfi.
  • Þekking á þjónustu við eldra fólk og fullorðna fatlaða.
  • Jákvæðni, frumkvæði, skipulagshæfni, sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og hæfni til að bregðast við óvæntum aðstæðum.
  • Að virðing sé höfð að leiðarljósi í samskiptum við þjónustuþega, aðstandendur og samstarfsfélaga.
  • Þekking á lagaumhverfi og stjórnsýslu sveitarfélaga er kostur.
  • íslenskukunnátta (B2 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma).
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur.
Advertisement published8. December 2025
Application deadline17. December 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Dalbraut 4, 300 Akranes
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProfessionalismPathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.Clean criminal recordPathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.AmbitionPathCreated with Sketch.HiringPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.Personnel administrationPathCreated with Sketch.PunctualPathCreated with Sketch.FlexibilityPathCreated with Sketch.Team workPathCreated with Sketch.Employee schedulingPathCreated with Sketch.Project managementPathCreated with Sketch.Working under pressure
Professions
Job Tags