
Kvika banki hf.
Kvika er öflugur banki sem leggur mikla áherslu á nýsköpun og stafrænt vöruframboð. Á meðal vörumerkja samstæðunnar eru Kvika, Kvika eignastýring, TM, Lykill, Auður, Netgíró, Straumur og Aur.
Tilgangur Kviku er að auka samkeppni og einfalda fjármál viðskiptavina með því að nýta innviði og fjárhagslegan styrk.
Starfsumhverfið einkennist af samvinnu og liðsheild, með áherslu á frumkvæði starfsfólks og tækifæri til að starfa með fjölbreyttum hópi sérfræðinga með víðtæka reynslu.

Verkefnastjóri
Kvika banki leitar að öflugum og metnaðarfullum verkefnastjóra til að ganga til liðs við verkefnastofu bankans. Starfið felur í sér að leiða fjölbreytt verkefni innan samstæðunnar, allt frá umbótaverkefnum í rekstri til innleiðinga nýrra tæknilausna. Viðkomandi ber ábyrgð á framgangi verkefna og vinnur náið með stjórnendum og hagsmunaaðilum til að tryggja árangur og fjarlægja hindranir yfir líftíma verkefna.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stýra verkefnum þvert á samstæðu Kviku
- Setja upp verkefnaáætlanir, halda utan um skjölun og eftirfylgni verkefna
- Stuðla að góðum samskiptum við hagsmunaaðila verkefna
- Veita viðeigandi aðilum reglulega upplýsingagjöf um stöðu verkefna
- Þátttaka í gæðastjórnunarverkefnum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf sem nýtist í starfi t.d. verkfræði, verkefnastjórnun, viðskiptafræði eða sambærilegt
- Reynsla af verkefnastjórnun eða sambærilegum störfum, minnst tvö ár
- Frumkvæði, agi og skipulögð vinnubrögð
- Færni til að sjá heildarmyndina
- Geta til að stýra og halda utan um mörg samhliða verkefni
- Góðir samskiptarhæfileikar og jákvætt viðmót
- Þekking og reynsla af bankastarfsemi og fjármálamörkuðum er kostur
- Þekking og áhugi á gæðastjórnun er kostur
- Gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti
Advertisement published23. September 2025
Application deadline3. October 2025
Language skills

Optional

Required
Location
Katrínartún 2, 105 Reykjavík
Type of work
Skills
AgileProactivePositivityHuman relationsPlanningProject management
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Verkefnastjóri ferða- og markaðsmála á Austurlandi
Austurbrú ses.

Sérfræðingur sem stýrir verkefnum
Umhverfis- og skipulagssvið

Ert þú sérfræðingur í lögnum? Við leitum að verkefnastjóra í sölu
Málmsteypan

Verkefnastjóri/-stýra framkvæmda
Landsnet hf.

Verkefnastjóri í vöruþróun
Embla Medical | Össur

Verkefnastjóri Viðhalds
Heimaleiga

Sérfræðingur í upplýsingatæknideild
Ósar hf.

Atlassian ráðgjafi
Origo ehf.

Aðstoðarmaður deildarstjóra á öldrunarlækningadeild L3 Landkoti
Landspítali

Verkefnastjóri æskulýðs-, tómstunda- og menningarmála
Þingeyjarsveit

Verkefnastjóri mannauðsmála
Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

Sviðsstjóri þróunar og umbóta
Matvælastofnun