Kópavogsbær
Kópavogsbær
Kópavogsbær

Vélamaður á íþróttavelli Kópavogs (afleysing í 6 mánuði)

Vélamaður sér um viðgerðir og viðhald á vélum, tækjum og verkfærum íþróttavalla. Vélamaður aðstoðar forstöðumann við kaup á nýjum vélum og tækjum sem nýtast vellinum. Vélamaður ber ábyrgð á vélum og tækjum í eigu íþróttavalla Kópavogsvallar. Næsti yfirmaður vélamanns er forstöðumaður íþróttavalla

Helstu verkefni og ábyrgð

Sér um viðgerðir á vélum, tækjum og verkfærum.

Heldur skrá yfir vélar og tæki í eigu íþróttavalla.

Sér um kaup á varahlutum og öðrum efnum sem nauðsynleg eru við viðgerðir/viðhald.

Gerir áætlanir um viðhald á vélum sem notaðar eru á íþróttavöllum sem og í knatthúsunum Kórnum og Fífunni.

Heldur skýrslu um viðhald og viðgerð á vélum samkvæmt ákvörðun forstöðumanns íþróttavalla.

Undirbýr dagleg verkefni sumarstarfsfólks í samvinnu við forstöðumann og er verkstjórnandi sumarstarfsmanna í 6 mánuði meðan á keppnistímabili stendur.

Sinnir almennu viðhaldi gervigrasvalla,  sótthreinsun, mælingu á innfyllingu og heldur dagbók.

Sinnir eftir atvikum útköllum utan venjulegs vinnutíma vegna viðhalds tækja, og fleira.

Sinnir minni háttar viðhaldi eftir atvikum á mannvirkjum tengdum íþróttavöllum.

Smíðar búnað sem nýtist starfsemi íþróttavalla.

Sér um flutninga á minni vinnuvélum og öðrum tækjum milli staða.

Sinnir vélavinnu á tækjum þar sem krafist er aukinna réttinda svo sem á traktor, ámokstursvélum, lyfturum og sláttuvélum.

Fylgist vel með nýjungum varðandi umhirðu og viðhald áhalda og tækja.

Menntunar- og hæfniskröfur

Iðnmenntun í vélvirkjun, vélstjórn og /eða bifvélavirkjun.

Vélamaður skal hafa vinnuvélaréttindi og BE-ökuréttindi.

Vélamaður skal hafa reynslu af viðgerðum á vélum og tækjum.

Gerð er krafa um frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum og góða samskiptahæfni

Advertisement published15. July 2025
Application deadline29. July 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Kópavogsvöllur
Fagrilundur , 200 Kópavogur
Kórinn
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Quick learnerPathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.HonestyPathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.Patience
Work environment
Professions
Job Tags