
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.

Tíma- og hlutastarf í neyðarskýlinu Lindargötu
Vesturmiðstöð leitar að starfsfólki í tímavinnu og hlutastarf í neyðarskýlið að Lindargötu 48. Um blandaðan vakttíma er að ræða, þ.e. dag-, kvöld-, helgar og næturvaktir.
Hlutverk og meginmarkmið neyðarskýlanna er að veita heimilislausum karlmönnum með miklar og flóknar þjónustuþarfir tímabundið skjól og viðeigandi aðstoð. Markmið þjónustunnar er að mæta þörfum dvalargesta á heildrænan og einstaklingsmiðaðan hátt. Hugmyndafræði skaðaminnkunar skal vera höfð að leiðarljósi í þjónustu við gesti neyðarskýla Reykjavíkurborgar. Öll kyn eru hvött til að sækja um.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móttaka gesta neyðarskýlisins
- Veita gestum félagslegan stuðning
- Umönnun og eftirlit
- Framleiðsla matar og þrif
- Beita hugmyndafræði skaðaminnkunar í allri vinnu og þjónustu við notendur
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð almenn menntun
- Reynsla og/eða áhugi á vinnu með karlmönnum með fjölþættan vanda
- Þekking og/eða áhugi á skaðaminnkandi nálgun og batahugmyndafræði
- Hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði, sveigjanleiki og sjálfstæð vinnubrögð
- Íslenskukunnátta A1 (í samræmi við samevrópskan tungumálaramma)
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar
Advertisement published18. July 2025
Application deadline24. July 2025
Language skills

Required
Location
Lindargötu 48
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (3)
Similar jobs (12)

Viltu vinna sem jafningi á geðgjörgæslu, Hringbraut?
Landspítali

Leikskólinn Krakkakot - mötuneyti
Skólamatur

Factory cleaning in Akranes, two positions + apartment
Dictum

Skóla- og frístundaliðar í Krakkaberg - Setbergsskóli
Hafnarfjarðarbær

Leikskólinn Holt í Reykjanesbæ - mötuneyti
Skólamatur

Óska eftir hressu kvenkyns aðstoðarfólki
NPA miðstöðin

Frístundarleiðbeinandi í Lágafellsskóla
Lágafellsskóli

Starfsmaður í skammtímadvöl - Svöluhraun
Hafnarfjarðarbær

(REMOTE) Personalized Internet Assessor - Iceland
TELUS Digital

Leikskólinn Suðurvellir - mötuneyti
Skólamatur

Starfsmaður í Nýsköpunarsetur
Hafnarfjarðarbær

Miðlægt eldhús í Reykjanesbæ
Skólamatur