Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Tíma- og hlutastarf í neyðarskýlinu Lindargötu

Vesturmiðstöð leitar að starfsfólki í tímavinnu og hlutastarf í neyðarskýlið að Lindargötu 48. Um blandaðan vakttíma er að ræða, þ.e. dag-, kvöld-, helgar og næturvaktir.

Hlutverk og meginmarkmið neyðarskýlanna er að veita heimilislausum karlmönnum með miklar og flóknar þjónustuþarfir tímabundið skjól og viðeigandi aðstoð. Markmið þjónustunnar er að mæta þörfum dvalargesta á heildrænan og einstaklingsmiðaðan hátt. Hugmyndafræði skaðaminnkunar skal vera höfð að leiðarljósi í þjónustu við gesti neyðarskýla Reykjavíkurborgar. Öll kyn eru hvött til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Móttaka gesta neyðarskýlisins
  • Veita gestum félagslegan stuðning
  • Umönnun og eftirlit
  • Framleiðsla matar og þrif
  • Beita hugmyndafræði skaðaminnkunar í allri vinnu og þjónustu við notendur
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð almenn menntun
  • Reynsla og/eða áhugi á vinnu með karlmönnum með fjölþættan vanda
  • Þekking og/eða áhugi á skaðaminnkandi nálgun og batahugmyndafræði
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði, sveigjanleiki og sjálfstæð vinnubrögð
  • Íslenskukunnátta A1 (í samræmi við samevrópskan tungumálaramma)
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar
Advertisement published18. July 2025
Application deadline24. July 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Lindargötu 48
Type of work
Professions
Job Tags