Arion banki
Arion banki
Arion banki

Teymisstjóri fyrirtækjatrygginga

Fyrirtækja- og fjárfestingabankasvið leitar að öflugum einstaklingi í starf teymisstjóra fyrirtækjatrygginga. Teymið miðlar og þjónustar vörur Varðar trygginga og stýrir mikilvægum viðskiptasamböndum tryggingafélagsins.

Teymið er staðsett á fyrirtækja- og fjárfestingabankasviði sem hefur það hlutverk að bjóða alhliða fjármála- og tryggingaþjónustu til fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga auk stýringar á fjármögnunarverkefnum. Teymisstjórinn heyrir undir forstöðumann fyrirtækja og vinnur í nánu samstarfi við lánateymi Arion banka og vöruteymi Varðar trygginga.

Starfið felur í sér ábyrgð á daglegri stjórnun þeirra sem sinna verkefnum og þjónustu sem tengjast tryggingaþjónustu fyrirtækja ásamt greiningum og útfærslu á krosssölutækifærum í allri Arion samstæðunni. Teymið er skipað öflugu starfsfólki sem staðsett er í nokkrum útibúum Arion og Varðar. Stjórnandinn þarf að vera tilbúinn til að ferðast innanlands og sinna viðskiptavinum og starfsfólki víðsvegar um landið.

Starfið gerir kröfur um gott samstarf um verkefni innan sviðsins og við Vörð, leiðtogahæfni, ásamt framúrskarandi sölu- og þjónustuhæfileikum. Mikill kostur er að viðkomandi hafi góða þekkingu á íslensku viðskiptalífi.
Við leitum að hvetjandi og söludrifnum stjórnanda með góðar tengingar við atvinnulífið og til í að vera á ferðinni þegar á þarf að halda.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Utanumhald um dagleg verkefni fyrirtækjatrygginga og starfsfólk teymisins
  • Utanumhald og eftirfylgni á söluáætlunum, krosssölutækifærum og þjónustumarkmiðum í samvinnu við forstöðumann
  • Stýring og ábyrgð á núverandi viðskiptasamböndum
  • Öflun og dreifing nýrra viðskiptatækifæra
  • Þróun og eftirfylgni gæðamála í sölu fyrirtækjatrygginga í samvinnu við forstöðumann og gæðastjóra Varðar trygginga
  • Samstarf um þróun og útfærslu stafrænna sölu- og þjónustuleiða fyrirtækjatækjatrygginga ásamt annarri vöruþróun
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Framúrskarandi söluhæfileikar, samskiptahæfni og leiðtogahæfni
  • Vilji til að ná stöðugt lengra, drifkraftur og sjálfstæði í starfi
  • Starfsreynsla í fyrirtækjatryggingum eða sölu- og þjónustustarfsemi er æskileg
  • Reynsla eða hæfni til að greina tækifæri í vöruþróun er kostur
  • Reynsla af þróun þjónustu og þjónustustýringu er eftirsóknarverð
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi 
  • Framhaldsmenntun og reynsla af stjórnun er kostur
Advertisement published1. August 2025
Application deadline17. August 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Advanced
Location
Borgartún 19, 105 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.LeadershipPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.Planning
Professions
Job Tags