

Sveitarfélagið Ölfus óskar eftir félagsráðgjafa í barnavernd
Fjölskyldu- og fræðslusvið Ölfuss auglýsir laust til umsóknar 100% starf félagsráðgjafa/ráðgjafa í barnavernd í tímabundna stöðu. Leitað er að fagmanneskju sem brennur fyrir velferð barna og fjölskyldna, býr yfir sterkri fagmennsku og hefur getu til að vinna sjálfstætt.
Helstu verkefni eru meðferð og vinnsla barnaverndarmála og eftirfylgd þeirra.
Markmið okkar er að veita öfluga þjónustu sem tryggir velferð barna í Ölfusi. Áhersla er lögð á þverfaglega teymisvinnu við úrlausn margþættra verkefna sem tengjast börnum og fjölskyldum þeirra.
· Úrvinnsla barnaverndarmála samkvæmt barnaverndarlögum
· Ráðgjöf til barna og foreldra þeirra
· Greining, úrvinnsla og eftirfylgd mála í samstarfi við börn, foreldra og aðra fagaðila
· Samstarf við skóla, heilbrigðisþjónustu, lögreglu og aðrar stofnanir
· Skráning í málskráningarkerfi
· Þátttaka í þróun og umbótum í þjónustu barnaverndar
· Háskólapróf til starfsréttinda í félagsráðgjöf eða önnur menntun sem nýtist í starfi
· Reynsla á sviði barnaverndar er æskileg sem og þekking á barnaverndarlöggjöf
· Góð hæfni í mannlegum samskiptum, samvinnu og faglegri framkomu
· Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
· Góð tölvukunnátta
· Hreint sakavottorð
