
Elkem Ísland ehf
Elkem á Íslandi er hluti af sterkri alþjóðlegri heild, Elkem ASA, sem er einn af helstu framleiðendum heims á kísilafurðum.
Hjá Elkem Ísland starfa að jafnaði um 170 manns og eru 85% starfsfólksins búsett í nærliggjandi sveitarfélögum. Elkem Ísland er traustur og eftirsóknarverður vinnustaður. Áherslur fyrirtækisins er að hafa fjölbreytileikann að leiðarljósi. Hjá Elkem starfa einstaklingar með mismunandi hæfileika, áherslur og bakgrunn og hefur það skilað Elkem góðum árangri ásamt því að styðja við gildi fyrirtækisins um stöðugar framfarir.
Elkem Ísland leggur mikla áherslu á aðbúnað starfsfólks og öryggi þess ásamt sterkri fyrirtækjamenningu, hollustu, þjálfun og fræðslu. Stór hluti starfsfólks hefur unnið hjá fyrirtækinu í yfir 20 ár og hafa nokkrir náð 40 ára starfsaldri, en þeir voru við störf þegar verksmiðjan hóf rekstur.
Fyrirtækið framleiðir kísilmálm og kísilryk úr málmgrýti og kolefni. Við framleiðsluna er notuð orka sem framleidd er með vatnsafli. Dæmi um vörur sem innihalda kísilmálm frá Elkem Ísland eru m.a. rafmagnsstál fyrir spenna og rafmótora sem notaðir eru í rafmagnsbíla, hástyrktarstál fyrir vindmyllur, ryðfrítt stál fyrir farartæki, hnífapör, kúlur, legur, byggingarstál.

Sumarstörf hjá Elkem Ísland 2026
Elkem auglýsir eftir öflugu og hæfileikaríku ólki í sumarstörf sem eru ýmist vaktavinnu störf eða dagvinnu störf. Störfin henta öllum kynjum en skilyrði fyrir ráðningu er að viðkomandi hafi náð 18 ára aldri og hafi gild ökuréttindi.
Í ofnhúsi er unnið á 8 tíma vöktum (fimm daga vinna/ fimm daga frí).
Elkem Ísland hefur hlotið Jafnlaunavottun og hefur heimild til að nota jafnlaunamerki Jafnréttisstofu.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Vilji og geta til að vinna í krefjandi aðstæðum.
- Góð öryggisvitund og jákvætt viðhorf.
- Sýna frumkvæði í verki og sjálfstæð vinnubrögð.
- Öguð og nákvæm vinnubrögð ásamt stundvísi.
- Góður samstarfsmaður sem sýnir virðingu.
- Umsækjendur verða að hafa náð 18 ára aldri og vera með ökuréttindi.
Fríðindi í starfi
- Öðlast vinnuvélaréttindi í samstarfi við Elkem.
- Rútuferðir frá Akranesi, til og frá vinnu.
Advertisement published15. December 2025
Application deadline26. January 2026
Language skills
IcelandicRequired
Location
Grundartangal verksm 133675, 301 Akranes
Type of work
Skills
Driver's license (B)PositivityConscientiousPunctual
Suitable for
Professions
Job Tags
Similar jobs (6)

Aðstoðarmaður í skiltagerð
Xprent- hönnun og merkingar ehf

Störf í fóðurverksmiðju Líflands (dagvinna og vaktavinna)
Lífland ehf.

Spennandi sumarstörf 2026 / Exciting Summer Jobs 2026
Alcoa Fjarðaál

Jólavinna í Fotomax - Starfsmaður í verslun eða framleiðslu
Fotomax

Almennur starfsmaður í framleiðslu
Ali

Kjötskurðarmaður/Meatcutter
Ali