Borgarbyggð
Borgarbyggð
Borgarbyggð

Stuðningsfulltrúi - Grunnskólinn í Borgarnesi

Grunnskólinn í Borgarnesi óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa í samþætt verkefni fyrir skólaárið 2025-2026.

Við leitum að ábyrgum aðila í samþætt starf stuðningsfulltrúa í 100% stöðuhlutfall. Þetta starf felst í stuðningi á yngsta stigi fram að hádegi og í Frístund eftir hádegi. Unnið er náið í teymi með stuðningsfulltrúum, kennurum, þroskaþjálfa og öðrum sérfræðingum.

Í Grunnskólanum í Borgarnesi eru um 330 nemendur í 1.–10. bekk og um 60 starfsmenn. Við skólann starfar öflugur samhentur starfsmannahópur með það að leiðarljósi að gera gott skólastarf enn betra.

Gildi skólans eru sjálfstæði, ábyrgð, virðing og samhugur.

Helstu verkefni og ábyrgð

-              Aðstoða við daglegar athafnir og virka þátttöku í skólastarfi

-              Vinna eftir áætlun sem kennari og/eða þroskaþjálfi hefur útbúið

Menntunar- og hæfniskröfur

-              Menntun sem nýtist í starfi

-              Reynsla af starfi með börnum er æskileg

-              Góð íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum

-              Samskipta- og samstarfshæfni

-              Frumkvæði og faglegur metnaður í starfi

-              Jákvæðni og sveigjanleiki 

Fríðindi í starfi

-              Afsláttur af árskorti í íþróttamiðstöðvar Borgarbyggðar

-              Afsláttur hjá Símanum

-              Afsláttur á bókasafninu

Advertisement published16. July 2025
Application deadline30. July 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Gunnlaugsgata 13, 310 Borgarnes
Type of work
Professions
Job Tags