
Benchmark Genetics Iceland hf.
Benchmark Genetics starfar í 7 löndum; Vietnam, Bretlandi, Noregi, Íslandi, Bandaríkjunum, Chile og Kólumbíu.
Fyrirtækið starfar á sviði kynbóta í laxi og rækju og leggur áherslu á að bæta erfðaeiginleika, tryggja afhendingaröryggi og stuðla að sjálfbærum lausnum. Fyrirtækið býður einnig upp á arfgerðargreiningar og sérsniðna erfðagreiningaþjónustu fyrir fjölbreyttar tegundir í fiskeldi.

Starfsmaður í fiskeldi - Kalmanstjörn
Benchmark Genetics Iceland hf. óskar eftir að ráða einstakling í seiðaeldisstöð fyrirtækisins í Kalmanstjörn. Í boði er starf hjá alþjóðlegu, framsæknu fyrirtæki sem hefur á að skipa metnaðarfullu og samhentu starfsfólki.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Almenn bústörf á fiskeldi, svo sem fóðrun, umönnun fiska, seiða og hrogna (á viðeigandi stöðvum), þrif á landkerum, ýmis viðhalds og önnur verkefni sem tengjast rekstri stöðvarinnar samkvæmt fyrirmælum stöðvarstjóra eða aðstoðarstöðvarstjóra.
-
Að vinna í samræmi við gæða- og öryggisstefnu fyrirtækisins.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Skipulögð og öguð vinnubrögð
- Samviskusemi, jákvæðni og lipurð í samskiptum
- Reynsla og/eða nám úr fiskeldi er kostur
Fríðindi í starfi
- Hvetjandi starfsþróunarstefna
- Afmælisfrí á launum
- Niðurgreiddur matur
- Samgöngusamningur
- Heilsustyrkur
Advertisement published25. November 2025
Application deadline6. December 2025
Language skills
No specific language requirements
Location
Nesvegur 50, 233 Reykjanesbær
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (1)

