
Íslandshús ehf.
Íslandshús er nýsköpunarfyrirtæki sem þróar og framleiðir forsteyptar einingar og nýja tegund stólpa, dvergana®, sem eru undirstöður undir t.d. sumarhús, sólpalla, girðingar, skilti og flaggstangir, íþrótta- og leiktæki ofl.
Fyrirtækið framleiðir einnig tengistykki sem eru sérhönnuð fyrir stólpanna sem gerir notagildi þeirra fjölbreytt.
Einnig tekur fyrirtækið að sér að framleiða sérlausnir samkvæmt óskum og þörfum viðskiptavina og getur aðstoðað við hönnun og útfærslur þeirra.

Starfsmaður í einingaverksmiðju
Einingaverksmiðjan er að framleiða forsteyptar einingar úr steypu.
Starfið felst meðal annars í að sjá um losun steypumóts, gera tilbúið fyrir steypu, blanda og steypa og gera hreint eftir daginn. Einnig þarf að vinna undirbúning fyrir steypuvinnu svo sem viðgerðir á stálmótum og sjóða saman járnagrindur.
Annað tilfallandi er stálsmíðivinna við framleiðsluvöru, tiltekt vöru fyrir pantanir, afgreiðsla við viðskiptavini, almenn tiltekt á vinnustað ásamt öðru.
Vinnan er fjölbreytileg og samanstendurinn hópurinn af 5 manns sem vinna saman að þessum verkefnum.
Vinnutími er frá 8-16:40 virka daga
Yfirvinna er tilfallandi á virkum dögum.
Umsækjandi þarf að vera með mikla hæfni í íslensku eða ensku.
Lyftarapróf skilyrði.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Steypuvinna
- Suðuvinna
- Gæðaeftirlit
- Tiltekt
- Afgreiðsla
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Lyftarapróf
- Stundvísi
- Vinnusemi
Advertisement published25. April 2025
Application deadline4. May 2025
Language skills

Optional
Location
Bogatröð 13, 235 Reykjanesbær
Type of work
Skills
Quick learnerBuilding skillsHuman relationsPunctualTeam work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Framtíðarstarf á lager (verkstæði) og við útkeyrslu.
NormX

Garri óskar eftir þjónustufulltrúa í öryggis- og eignaumsjón
Garri

Sumarstarfsmenn óskast
Búfesti hsf

Bílstjóri í flotdeild
Steypustöðin

Framleiðslustarf - Með áherslu á pökkun
Hnýfill - Reykhús og Fiskvinnsla

Garri óskar eftir starfsmanni í vöruhús!
Garri

Starfsmaður í fasteigna- og aðbúnaðarþjónustu
Isavia ANS

Prentun og frágangur skiltagerð / Printer for signmaking
Merking ehf

Forklift Operator
Costco Wholesale

Viltu vinna úti í sumar? Garðaþjónusta
Grænir Bræður

Viðhaldsfulltrúi
Alma íbúðafélag

Starfsmaður í smur- og dekkjaþjónustu/Oil and tire service
Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar