

Starf í útflutningi á Keflavíkurflugvelli
Starf í útflutningi á Keflavíkurflugvelli
Icelandair óskar eftir að ráða til sín sjálfstæðan og lausnamiðaðan einstakling í útflutningsstarf á skrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Viðkomandi mun starfa með frábæru þjónustuteymi fyrirtækisins á svæðinu.
Um er að ræða lifandi og krefjandi starf við undirbúning og afgreiðslu flugsendinga í leiðarkerfi Icelandair þar sem reynir á skipulögð vinnubrögð og útsjónarsemi í fjölbreyttum verkefnum. Um er að ræða framtíðarstarf í vaktarvinnu.
Starfssvið:
- Umsjón og úrvinnsla á vörusendinum milli landa
- Samskipti við viðskipatavini
- Aðstoð við afgreiðslu
- Þjónusta í síma og bókanir sendinga
- Móttaka á hættulegum varningi (Dangerous Goods)
- Skjalavarsla og frágangur við tollakerfi
- Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur:
- Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
- Framúrskarandi samkiptahæfileikar
- Jákvæðni, frumkvæði og rík þjónustulund
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Góð íslensku- og enskukunnátta nauðsynleg
- Góð tölvufærni
Stefna Icelandair er að stuðla að jafnrétti og fjölbreytileika á meðal starfsfólks og hvetur einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um.
Umsóknir ásamt ferilskrá óskast eigi síðar en 15. ágúst.
Nánari upplýsingar veita:
Arnar Snær Pétursson, Deildarstjóri, [email protected]
Jóhannes Bragi Gunnarsson, Duty Manager, [email protected]





















