FSRE
FSRE

Spennandi starf í upplýsingatækni

Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir (FSRE) leitar að öflugum og lausnamiðuðum kerfisstjóra til að taka þátt í að byggja upp og viðhalda stöðugu, öruggu og hagkvæmu upplýsingatæknikerfi stofnunarinnar. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í metnaðarfullu umhverfi þar sem upplýsingatækni gegnir lykilhlutverki í þróun og þjónustu við opinbera starfsemi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með net- og þjónustuumhverfi
  • Rekstur og tæknileg umsýsla tengd MainManager, eignastýringar- og viðhaldskerfi FSRE
  • Öryggisstýring og eftirlit með rekstri og afritun gagna
  • Viðhald og þróun á innra kerfisumhverfi og tækjabúnaði
  • Samstarf við gagnasérfræðinga og ytri þjónustuaðila
  • Þátttaka í innleiðingu og þróun nýrra lausna
  • Greining, skjölun og stöðugar umbætur á ferlum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun í tölvunarfræði, kerfisstjórn eða tengdu sviði (eða sambærileg reynsla)
  • Þekking á SQL forritunarmáli er skilyrði
  • Þekking á Active Directory er kostur
  • Þekking á Power platform lausnum er kostur
  • Reynsla af stjórnun og rekstri net- og þjónustukerfa
  • Þekking á skýjalausnum (sérstaklega Microsoft 365 og Azure) er kostur
  • Kunnátta eða reynsla af MainManager eða sambærilegum eignastýringarkerfum er kostur
  • Þekking á netöryggismálum
  • Góð hæfni í samskiptum og samvinnu
  • Skipulögð, sjálfstæð og lausnamiðuð vinnubrögð
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
Advertisement published9. May 2025
Application deadline21. May 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Borgartún 26, 105 Reykjavík
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags