Fagefni ehf.
Fagefni ehf.
Fagefni ehf.

Sölumaður / Verkefnastjóri

Fagefni er ungt og framsækið fyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á sérhæfðum múrefnum, flotefnum, þéttilausnum og burðarþolsstyrkingum ( sjá fagefni.is ). Fagefni vinnur með öflugum evrópskum birgjum sem selja vörur um allan heim. Fagefni er undir sama eignarhaldi og fyrirtækin Hýsi-Verkheimar ehf og Innval ehf og deilir húsnæði með þeim á Smiðjuvegi 5.

Við leitum af kröftugum og framsæknum einstaklingi sem vinnur náið með framkvæmdastjóra við að sjá um sölu, markaðssetningu, greiningu á viðskiptatækifærum, öflun nýrra viðskiptavina, almenna skipulagningu og stjórn söluverkefna. Félagið er stöðugt að þróa sitt vöruframboð og nýr maður mun gegna mikilvægu hlutverki á því sviði næstu árin við að byggja upp núverandi og nýja vöruflokka sem falla að núverandi vöruframboði.

Starfið er framtíðarstarf. Vinnutími er sveigjanlegur en skrifstofan er opin frá 8:00 - 17:00

Helstu verkefni og ábyrgð :
* Tilboðsgerð, öflun nýrra viðskiptavina , skipuleggja heimsóknir til verktaka og viðskiptavina
* Vöruþróun og aðstoð við markaðssetningu og kynningarmál
* Greina ný sölutækifæri og sóknarfæri á markaðnum

* Samskipti við erlenda birgja og öflun nýrra.
* Afgreiðsla og önnur tilfallandi störf í litlu fyrirtæki.

Hæfniskröfur :
* Reynsla og þekking á múrefnum, þéttiefnum eða öðrum byggingavörum er kostur
* Reynsla af sölustörfum, sölustjórn eða verkefnastjórnun er kostur
* Sjálfstæð vinnubrögð, jákvætt viðhorf og lausnamiðuð hugsun
* Stundvísi , þjónustulund og nákfæm vinnubrögð.

Umsóknir sendast rafrænt í gegnum Alfreð. Nánari upplýsingar um starfið veitir framkvæmdastjóri í gegnum netfangið [email protected]


Advertisement published15. April 2025
Application deadline28. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
EnglishEnglish
Required
Intermediate
Location
Smiðjuvegur 5, 200 Kópavogur
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.Meticulousness
Professions
Job Tags