
Sóltún hjúkrunarheimili
Sóltún hóf störf í janúar 2002 og var fyrsta hjúkrunarheimilið á landinu sem fór í einkaframkvæmd. Við bjóðum upp á hjúkrun, heilsueflingu og stuðning en í dag eru rekin tvö hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu, Sóltún í Reykjavík og Sólvangur í Hafnarfirði sem opnaði árið 2019. Auk heimilanna tveggja er boðið upp á heimaþjónustu, endurhæfingu, dagdvöl og dagþjálfun.
Heimilisandi og virðing fyrir einkalífi hvers skjólstæðings er ráðandi í okkar starfi en einnig öryggiskennd íbúanna sem hlýst með sambýli við aðra og sólarhrings hjúkrunarþjónustu.
Athafnir daglegs lífs eru viðfangsefni á hvoru heimili fyrir sig. Áhersla er lögð á þátttöku íbúa og aðstandenda þeirra eftir getu, óskum og vilja hvers og eins.

Sjúkraþjálfari - Sóltún hjúkrunarheimili
Við í Sóltúni leitum að metnaðarfullum og jákvæðum sjúkraþjálfara til að ganga til liðs við okkar frábæra teymi. Um er að ræða fjölbreytt og gefandi starf í hlýlegu og faglegu umhverfi þar sem vellíðan og virðing eru í fyrirrúmi.
Um starfið
- Starfshlutfall er samkomulagsatriði, helst á bilinu 60–100%
- Sveigjanlegur starfstími að einhverju leyti
- Staðan er laus strax
- Um er að ræða framtíðarstarf
Menntunar- og hæfniskröfur
- Löggilt íslenskt starfsleyfi sem sjúkraþjálfari
- Reynsla af öldrunarþjónustu er kostur, en ekki skilyrði
- Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
- Jákvætt viðmót og sveigjanleiki í samskiptum
- Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni
- Góð íslenskukunnátta
Fríðindi í starfi
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Íþróttastyrkur
- Samgöngustyrkur
- Fatapeningur
Nánari upplýsingar veitir
Hildur Björk Sigurðardóttir, forstöðumaður á netfangið [email protected]
Anna Heiða Gunnarsdóttir, deildarstjóri sjúkra- og iðjuþjálfunar á netfangið [email protected]
Advertisement published18. July 2025
Application deadline11. August 2025
Language skills

Required
Location
Sóltún 2, 105 Reykjavík
Type of work
Skills
ProactivePositivityAmbitionIndependencePlanningFlexibility
Professions
Job Tags
Other jobs (3)