Parkinsonsamtökin
Parkinsonsamtökin
Parkinsonsamtökin

Sjúkraþjálfari óskast í endurhæfingarteymi

Taktur endurhæfing Parkinsonsamtakanna óskar eftir sjúkraþjálfara í fullt starf eða hlutastarf í nýuppgerðu og glæsilegu húsnæði í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði.
Þjónustan er sniðin að fólki með Parkinsonsjúkdóminn á fyrri stigum, fyrir einstaklinga sem eru færir um athafnir daglegs lífs.
Hjá Takti sækir stór hópur fólks fjölbreytta og sérsniðna þjónustu sem miðar að því að auka virkni og efla sjálfstæði með faglegri sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun. Við vinnum markvisst að því að styrkja færni og lífsgæði þjónustuþega með einstaklingsmiðaðri nálgun í hvetjandi umhverfi.

Í boði er:

  • Spennandi starf þar sem þú tekur þátt í þróun og mótun þjónustunnar
  • Öflugur tækjabúnaður og fyrsta flokks aðstaða til þjálfunar
  • Samvinna innan fagteymis
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þjálfun í hóptímum
  • Einstaklingsmat
  • Gerð endurhæfingaráætlana og skráningar
  • Fræðsla fyrir notendur þjónustunnar
  • Þátttaka í þverfaglegu teymisstarfi
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt starfsleyfi sem sjúkraþjálfari, gefið út af Landlæknisembættinu
  • Reynsla af þjálfun fólks með taugasjúkdóma er kostur
  • Góð samskipta- og skipulagshæfni
  • Jákvæðni, fagmennska og frumkvæði í starfi
Fríðindi í starfi
  • Stytting vinnuvikunnar
  • Heilsuræktarstyrkur
  • Niðurgreiddur hádegismatur fjóra daga vikunnar
  • Tækifæri til endurmenntunar
  • Möguleiki á að nýta aðstöðu til sjálfstæðrar vinnu gegn vægu gjaldi
Advertisement published15. August 2025
Application deadline26. September 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Suðurgata 41, 220 Hafnarfjörður
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags