

Óskað er eftir leikskólaráðgjafa tímabundið í eitt ár.
Skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, auglýsir eftir leikskólaráðgjafa í 100% starfshlutfall. Ráðning er tímabundin í eitt ár með möguleika á áframhaldandi ráðningu.
Eftirtalin sveitarfélög reka Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu: Ásahreppur, Rangárþing Ytra, Rangárþing Eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur. Íbúar á svæðinu eru u.þ.b. 6000 og þjónustar stofnunin fimm leikskóla og fimm grunnskóla. Næsti yfirmaður leikskólaráðgjafa er teymisstjóri skólaþjónustu.
- Er leikskólastjórum og öðrum starfsmönnum leikskóla til ráðgjafar um fagleg málefni, skipulag leikskóla, ásamt uppeldis- og menntastarfi í leikskólum
- Fylgist með uppeldis- og menntastarfi, aðbúnaði í leikskólum og leiðbeinir í samráði við yfirmann
- Veitir ráðgjöf vegna foreldrasamstarfs í leikskólum
- Er ráðgefandi varðandi starfsmannamál og aðstoðar við lausn á málum ef á þarf að halda
- Er ráðgefnadi í sérverkefnum, þróunarverkefnum og nýbreytni í starfi, miðlar þekkingu og nýjungum á sviði leikskólafræða
- Veitir fræðslu og stuðlar að samstarfi og upplýsingamiðlun til leikskóla og á milli leikskóla
- Hefur umsjón með fagbókasafni, hugmyndabanka og öflun gagna varðandi ýmis leikskólamál
- Hefur samstarf við þá aðila er þurfa þykir varðandi leikskólana
- Vinnur önnur verkefni er varða leikskólamál sem yfirmaður felur honum
Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara
Framhaldsmenntun á sviði uppeldis- og menntunarfræða og/eða stjórnunar eða önnur menntun sem nýtist í starfi
Krafist er góðrar hæfni í mannlegum samskiptum, sjálfstæðis, sveigjanleika ásamt skapandi og lausnamiðaðra vinnubragða
Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti er skilyrði
Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu á gagnasöfnun og úrvinnslu þroska- og hegðunarmælitækja
Reynsla af stjórnun í leikskóla er kostur












