Reykjanesbær
Reykjanesbær
Reykjanesbær

Menntasvið Reykjanesbæjar óskar eftir sálfræðingi

Reykjanesbær leitar að metnaðarfullum sálfræðingi til að bætast í öflugan hóp sérfræðinga í skólaþjónustu á skrifstofu menntasviðs. Skólaþjónustan starfar í þverfaglegu og sveigjanlegu starfsumhverfi þar sem samvinna, faglegt starf og farsæld í þágu barna og fjölskyldna þeirra eru í forgrunni.
Starfsfólk Reykjanesbæjar vinnur samkvæmt grunngildum bæjarins, virðingu, eldmóði og framsækni, með það að markmiði að veita íbúum bæjarins framúrskarandi þjónustu á hverjum tíma. Menntastefna sveitarfélagsins, Með opnum hug og gleði í hjarta, endurspeglar skýra sýn þar sem börn eru í forgangi, fjölbreytileiki er styrkur og faglegt menntasamfélag er grundvöllur árangurs.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sálfræðilegar athuganir á börnum í leik- og grunnskólum 
  • Fræðsla og ráðgjöf til foreldra og starfsfólks í skóla vegna einstaklinga og/eða hópa 
  • Þátttaka í þverfaglegu teymi skólaþjónustu
  • Samstarf við aðra þjónustuveitendur í þágu farsældar barna
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Sálfræðimenntun og starfsleyfi til að starfa sem sálfræðingur á Íslandi
  • Þekking og reynsla á sálfræðilegum athugunum og ráðgjöf vegna barna á leik- og grunnskólaaldri
  • Skipulagshæfni, sjálfstæði og frumkvæði 
  • Góð hæfni í íslensku, töluðu og rituðu máli
  • Jákvætt viðhorf, lausnamiðuð hugsun og leikni í mannlegum samskiptum
  • Hreint sakavottorð 
Fríðindi í starfi
  • Bókasafnskort
  • Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
  • Gjaldfrjáls aðgangur í sund
  • Gjaldfrjáls aðgangur í strætó
Advertisement published22. May 2025
Application deadline9. June 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Tjarnargata 12, 230 Reykjanesbær
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.Clean criminal recordPathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.AmbitionPathCreated with Sketch.PsychologistPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.Team work
Professions
Job Tags