
Reykjanesbær
Reykjanesbær er fjölskylduvænn bær sem þroskar og nærir hæfileika allra í gegnum öflugt skóla-, íþrótta-, og menningarstarf. Íbúar sinna fjölbreyttum störfum í vistvænu fjölmenningarsamfélagi sem einkennist af framsækni, eldmóði og virðingu.
Reykjanesbær hefur að markmiði að hafa ávallt á að skipa hæfum og
ánægðum starfsmönnum sem geta sýnt frumkvæði í störfum sínum og veitt bæjarbúum framúrskarandi þjónustu. Það er sameiginlegt verkefni starfsmanna og stjórnenda sveitarfélagsins að veita bæjarbúum sem allra besta þjónustu og sú samvinna byggir á gagnkvæmu trausti og virðingu fyrir ólíkum
sjónarmiðum.

Menntasvið Reykjanesbæjar óskar eftir sálfræðingi
Reykjanesbær leitar að metnaðarfullum sálfræðingi til að bætast í öflugan hóp sérfræðinga í skólaþjónustu á skrifstofu menntasviðs. Skólaþjónustan starfar í þverfaglegu og sveigjanlegu starfsumhverfi þar sem samvinna, faglegt starf og farsæld í þágu barna og fjölskyldna þeirra eru í forgrunni.
Starfsfólk Reykjanesbæjar vinnur samkvæmt grunngildum bæjarins, virðingu, eldmóði og framsækni, með það að markmiði að veita íbúum bæjarins framúrskarandi þjónustu á hverjum tíma. Menntastefna sveitarfélagsins, Með opnum hug og gleði í hjarta, endurspeglar skýra sýn þar sem börn eru í forgangi, fjölbreytileiki er styrkur og faglegt menntasamfélag er grundvöllur árangurs.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sálfræðilegar athuganir á börnum í leik- og grunnskólum
- Fræðsla og ráðgjöf til foreldra og starfsfólks í skóla vegna einstaklinga og/eða hópa
- Þátttaka í þverfaglegu teymi skólaþjónustu
- Samstarf við aðra þjónustuveitendur í þágu farsældar barna
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sálfræðimenntun og starfsleyfi til að starfa sem sálfræðingur á Íslandi
- Þekking og reynsla á sálfræðilegum athugunum og ráðgjöf vegna barna á leik- og grunnskólaaldri
- Skipulagshæfni, sjálfstæði og frumkvæði
- Góð hæfni í íslensku, töluðu og rituðu máli
- Jákvætt viðhorf, lausnamiðuð hugsun og leikni í mannlegum samskiptum
- Hreint sakavottorð
Fríðindi í starfi
- Bókasafnskort
- Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
- Gjaldfrjáls aðgangur í sund
- Gjaldfrjáls aðgangur í strætó
Advertisement published22. May 2025
Application deadline9. June 2025
Language skills

Required
Location
Tjarnargata 12, 230 Reykjanesbær
Type of work
Skills
ProactiveClean criminal recordPositivityHuman relationsAmbitionPsychologistIndependencePlanningTeam work
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (5)

Deildarstjóri - nýtt starfsendurhæfingarúrræði
Hringsjá náms- og starfsendurhæfing

Sálfræðingur fullorðinna - Heilsugæslan Hvammi
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Heilbrigðisstarfsmaður óskast í fjölbreytt starf
Okkar heimur

Verkefnastjóri - velsældarfræði
Háskólinn í Reykjavík

Doktorsnemi í sálfræði – langtímarannsókn
Háskólinn í Reykjavík