
Breiðablik
Breiðablik er eitt stærsta íþróttafélag landsins með 12 deildir/greinar ásamt hlaupahópi, íþróttaskóla yngstu barnanna og leikfimi eldri borgara. Félagið er staðsett í hjarta Kópavogs eða réttara sagt yst í Kópavogsdalnum.

Markaðsstjóri Breiðabliks
Við leitum að hæfileikaríkum og drífandi einstaklingi með brennandi áhuga á íþróttum til að efla ímynd og ásýnd allra deilda Breiðabliks. Í starfinu felst ábyrgð á markaðsmálum og tekjuöflun félagsins. Hér er um að ræða einstakt tækifæri til að taka þátt í frábæru starfi hjá stærsta íþróttafélagi landsins sem heldur úti starfi í 13 deildum auk fjölbreytts mótahalds fyrir þúsundir þátttakenda á hverju ári.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þróun á vörumerki og ímynd félagsins
- Gerð markaðsáætlana, sölustefnu og söluáætlana
- Innri og ytri markaðssetning
- Tekjuöflun í gegnum styrktarsamninga, fjáraflanir og auglýsingasölu
- Utanumhald og ábyrgð á vefverslun og Blikabúð
- Eiga frumkvæði að nýjum samstarfssamningum og byggja upp samskipti við samstarfsaðila
- Viðburðastjórnun
- Kynning á deildum félagsins og starfi þeirra
- Vinnsla markaðsefnis fyrir vefsíðu og samfélagsmiðla ásamt umsjón með fréttabréfum
- Samstarf við stjórnir deilda og stuðningur við markaðsstarf þeirra
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi
- Farsæl reynsla af sambærilegum verkefnum
- Frumkvæði, fagmennska, skipulagshæfni og lausnamiðuð hugsun
- Þekking og reynsla af stafrænni markaðssetningu og samfélagsmiðlum
- Góð samskiptahæfni og færni til að vinna í teymi
- Mjög góð færni í íslensku og góð kunnátta í ensku
Advertisement published14. April 2025
Application deadline4. May 2025
Language skills
No specific language requirements
Location
Dalsmári 5, 201 Kópavogur
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Verkefnastjóri verkefnagátar
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Bókari - Ertu að útskrifast
Fastland ehf

Sérfræðingur í viðskiptaumsjón
Íslandsbanki

Markaðsstjóri í dýraheilbrigði
Vistor

Kannt þú að klippa myndbönd?
Auðnast

Data Analyst
LS Retail

Bókari
Landhelgisgæsla Íslands

Starf forstöðumanns Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri
Gunnarsstofnun Skriðuklaustri

Ert þú upprennandi endurskoðandi?
PwC

Marketing Activation Lead (part time)
Flügger Litir

Video Content Creator - Hlutastarf
MARS MEDIA

Fjármálastjóri
Rún Heildverslun