
Hlutastarf í verslun Blush
Blush leitar að öflugum og hressum einstakling til viðbótar við þann skemmtilega hóp sem er þar nú þegar. Um er að ræða 40-70% starf í afgreiðslu í verslun okkar á Dalvegi 32b í Kópavogi.
Starfið hentar vel með skóla.
Vaktir sem eru í boði:
Virkir dagar frá 10:30 - 18:00
Virkir dagar frá 14:00 - 18:00
Fimmtudagskvöld frá 16:30-21:00
Aðra hverja helgi frá 11:00-18:00
Um Blush
Blush hefur verið leiðandi í sölu kynlífstækja frá árinu 2011. Verslunin sérhæfir sig í sölu á hágæða kynlífstækjum og leggur áherslu á vönduð og góð endurhlaðanleg tæki. Verslunin er staðsett á Dalvegi 32b í Kópavogi. Blush er framúrskarandi- og fyrirmyndar fyrirtæki og fékk titilinn vörumerki ársins 2021 og 2022. Eigandi Blush, Gerður Huld Arinbjarnar er einnig markaðsmanneskja ársins 2021. Hjá fyrirtækinu er góður starfsandi og gott vinnuumhverfi.
- Afgreiðsla í verslun
- Áfylling á vörum
- Þjónusta viðskiptavini
- Önnur tilfallandi verkefni
- Góð íslensku kunnátta
- 23 ára eða eldri
- Reynsla af verslunar- eða þjónustustörfum
- Metnaður
- Stundvísi
- Sveigjanleiki og frumkvæði í starfi
- Jákvæðni og snyrtimennska












