Vatnsendaskóli
Vatnsendaskóli
Vatnsendaskóli

Frístundaleiðbeinendur í Vatnsendaskóla

Vatnsendaskóli óskar eftir frístundaleiðbeinendum í 20%-45% starf eftir hádegi skólaárið 2025-2026.

Vatnsendaskóli er heildstæður grunnskóli með 560 nemendur og 90 starfsmenn. Við skólann er starfrækt frístundin Stjörnuheimar fyrir nemendur í 1. til 4. bekk. Vinnutími frístundaleiðbeinenda getur hentað fólki sem er í námi.

Vatnsendaskóli er staðsettur í fallegu umhverfi við Elliðavatn. Áhersla er lögð á náttúrufræði og umhverfismennt í skólastarfinu, útikennslu og fjölbreytta kennsluhætti. Unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Góður starfsandi er í skólanum og vinnuaðstæður góðar.

Einkunnarorð skólans eru virðing, vinátta, samvinna og skapandi starf.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Frístundastarf með nemendum í 1.- 4. bekk.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Framhaldsskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla og áhugi á að starfa með börnum
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfi
  • Frumkvæði og sköpunargleði
Fríðindi í starfi

Frítt í sund fyrir starfsfólk Kópavogsbæjar.

Advertisement published5. August 2025
Application deadline23. August 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Funahvarf 2, 203 Kópavogur
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.Team work
Suitable for
Professions
Job Tags