Nova
Nova
Nova

Forstjóri Nova (CEO)

Nova leitar að næsta ..... (CEO). Þú ræður hvað þú kallar þig — forstjóra, skemmtanastjóra eða bara þjálfara. En verkefnið er alvöru: Að stýra einu öflugasta fyrirtæki landsins fyrst inn í framtíðina með snjallar lausnir.

Til þess þarft þú að hafa mikla reynslu af stjórnun, skýra framtíðarsýn og færni til að hvetja fólk áfram, móta stefnu og skapa árangur og virði. Við þurfum lausnamiðaða, hugmyndaríka og hvetjandi manneskju í stafninn, með brennandi áhuga á nýsköpun, fjarskiptum og framsækinni vinnustaðamenningu.
Nova hefur allt frá upphafi verið í fararbroddi á íslenskum fjarskiptamarkaði, með hæstánægða viðskiptavini og starfsfólk sem dansar stöðugt í takt. Við skorum stöðugt á okkur til að ná hámarks árangri í öllu sem við tökumst á við.

Þannig að, ef þú hefur sýn, reynslu og eldmóð til að leiða Nova áfram inn í framtíðina, viljum við heyra frá þér.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Mótun og framkvæmd stefnu í samstarfi við stjórn 
  • Forysta í nýsköpun, vexti og þróun félagsins 
  • Leiða framsækna fyrirtækjamenningu og umbætur 
  • Samskipti við starfsfólk, viðskiptavini, stjórn og hluthafa 
  • Standa vörð um ímynd og anda Nova  
  • Tryggja hámarksánægju viðskiptavina og starfsfólks 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Víðtæk reynsla og marktækur árangur af stjórnunarstörfum 
  • Hæfni til að leiða breytingar og sjá tækifæri í síbreytilegu umhverfi 
  • Framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfileikar 
  • Skilningur á mikilvægi sterkra vinnustaðagilda og kúltúrs 
  • Háskólamenntun á framhaldsstigi 
  • Þekking og reynsla af rekstri, samningum og góðum stjórnarháttum 
Advertisement published22. May 2025
Application deadline2. June 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Lágmúli 9, 108 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags