
Slippurinn Akureyri ehf.
Slippurinn Akureyri ehf. veitir alhliða þjónustu við sjávarútveginn og teljast helstu útgerðir á Íslandi til viðskiptavina fyrirtækisins, einnig hefur Slippnum orðið ágengt á erlendum markaði upp á síðakastið. Aðrir viðskiptavinir eru stóriðjur, virkjanir og ýmsar verksmiðjur. Slippurinn Akureyri ehf. er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði hér á landi. Það rekur upptökumannvirki og viðgerðarstöð fyrir skip og annast hvers konar málmsmíði, vélsmíði, vélaviðgerðir, rennismíði og skipasmíðar. Fyrirtækið rekur ennfremur trésmíðaverkstæði, sand/vatnsblástur, málun og verslun með eigin framleiðslu og aðrar vörur til skipa. Skipaþjónusta Slippsins Akureyri annast þjónustu við sjávarútvegsfyrirtæki og býður heildarlausnir í hönnun, endurnýjun og viðhaldi á skipum og búnaði þeirra. Þá færast svonefnd landverkefni stöðugt í aukana hjá fyrirtækinu. Starfsmenn Slippsins Akureyri eru um 160 talsins. Í þeim hópi eru m.a. rennismiðir, stálsmiðir, trésmiðir, tækjamenn, verkamenn og vélvirkjar. Helstu þættir í skipaþjónustu Slippsins Akureyri eru slipptökur, þvottur og málun, vélaupptökur, skrúfuviðgerðir, stálviðgerðir og ryðfrí smíði auk innréttingasmíði og hvers konar viðhalds á tréskipum. Ef sérfræðingarnir finnast ekki innan okkar vébanda köllum við til einhver af okkur frábæru samstarfsfyrirtækjum, því við leggjum mikið upp úr slagorðinu gamla og góða, sem einhver smíðaði um árið: ”Allt á einum stað!” Viðskiptavinurinn á ekki að þurfa að leita lengra en til okkar því við bjóðum heildarlausn á þeim verkefnum sem við blasa hverju sinni.

Flokkstjóri – Slippurinn Akureyri
Slippurinn Akureyri leitar að reyndum flokkstjóra til að leiða hóp starfsmanna í ýmsum verkum tengdum skipaþjónustu félagsins. Ef þú vilt vera hluti af fyrirtæki í spennandi þróun, þá er þetta tækifæri fyrir þig!
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skipulagning og stjórnun verkamanna á verkstað.
- Þátttaka í daglegum verkefnum og ábyrgð á framvindu þeirra.
- Samræming og stjórnun verkferla.
- Viðhalda öryggisreglum á vinnusvæði.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af stjórnun eða flokkstjórn æskilegt.
- Búa yfir frumkvæði og skipulagshæfni.
- Færni í að vinna í teymi og með fólki.
- Öryggisvitund og geta til að tryggja að tryggja öryggi á vinnustað.
- Lipurð í mannlegum samskiptum.
Advertisement published22. May 2025
Application deadline5. June 2025
Language skills

Required

Required
Location
Naustatangi 2, 600 Akureyri
Type of work
Skills
LeadershipHuman relationsAmbitionConscientiousIndependence
Professions
Job Tags
Other jobs (2)
Similar jobs (12)

Málari – Slippurinn Akureyri
Slippurinn Akureyri ehf.

Pökkun kvöldvakt, Akureyri
Kjarnafæði Norðlenska hf.

Verkstjóri í beðahreinsun
Hreinir Garðar ehf

Bifvélavirki / Mechanic - Summer job (May - Oct)
Lotus Car Rental ehf.

Viðskiptastjóri hjá Kríta með áherslu á byggingariðnað
Kríta

Flotlagnir óska eftir starfsmanni.
Flotlagnir ehf

Vinna í framleiðslu / Production job
Freyja

Sumar vinna / Summer job
Matfugl

Flokkstjóri við Vinnuskóla
Sumarstörf - Kópavogsbær

Aðstoðarmaður
Stólpi trésmiðja

Laus störf flokkstjóra í vinnuskóla
Sveitarfélagið Vogar

Bifvélavirki / vélvirki óskast - Car mechanic
Íslenska gámafélagið