Fastus
Fastus

Fjármálastjóri

Viltu vera hluti af kraftmiklu fyrirtæki sem vex hratt og er í sókn í heilbrigðis-, veitinga- og tæknigeiranum?

Fastus óskar eftir að ráða reynslumikinn einstakling í starf fjármálastjóra. Leitað er að reyndum leiðtoga sem hefur eldmóð til að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu fyrirtækisins ásamt öflugu stjórnendateymi. Fjármálastjóri tekur sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.

Fastus þjónustar heilbrigðis-, veitinga- og tæknigeirann með vönduðum tækjum, búnaði og rekstrarvörum frá leiðandi framleiðendum. Við leggjum áherslu á lausnir sem styðja við gæði og hagkvæmni í rekstri viðskiptavina. Okkar markmið er að vera fyrsti valkostur viðskiptavina okkar en slagorðið „við vinnum með þeim bestu“ endurspeglar þá sýn.

Við sækjumst eftir fólki með metnað, lausnamiðað hugarfar og löngun til að vaxa og þróast með öflugu teymi. Þekking og reynsla er dýrmæt en drifkraftur, jákvætt hugarfar og vilji til að ná árangri vega ekki síður. Verkefnin eru fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg og við trúum því að vinnan eigi að vera spennandi, lifandi og gefandi.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Ábyrgð á daglegri stjórn fjármála og reksturs
  • Ábyrgð, umsjón og eftirfylgni með áætlanagerð og reikningshaldi
  • Ábyrgð á bókhaldi og gerð ársreiknings
  • Samskipti við kröfuhafa og skuldunauta
  • Eftirlit, greining og gerð rekstraryfirlita og stjórnendaupplýsinga
  • Þátttaka í stefnumótun og umsjón með þróun og innleiðingu verklags með ábyrgri fjármálastjórn

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólapróf á framhaldsstigi sem nýtist í starfi, t.d. á sviði fjármála, endurskoðunar eða skyldra greina
  • Farsæl reynsla af fjármálastjórnun, áætlanagerð og uppgjörum
  • Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi samskiptahæfni
  • Góð greiningarhæfni og gott vald á úrvinnslu og framsetningu fjárhagsupplýsinga
  • Heiðarleiki, drifkraftur og jákvætt viðmót
  • Metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Góð færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku

Umsóknarfrestur er til og með 11. ágúst 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Allir áhugasamir eru hvattir til að sækja um, óháð kyni og uppruna. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.

Upplýsingar veitir Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) í síma 511-1225.

Advertisement published15. July 2025
Application deadline11. August 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
EnglishEnglish
Required
Advanced
Location
Höfðabakki 7, 110 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Financial planningPathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.CreativityPathCreated with Sketch.Implementing proceduresPathCreated with Sketch.LeadershipPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.Business strategyPathCreated with Sketch.Write upPathCreated with Sketch.Project managementPathCreated with Sketch.Business administrator
Professions
Job Tags