
Hveragerðisbær
Hveragerði er ört vaxandi sveitarfélag þar sem íbúar eru um 3.000. Höfuðborgarsvæðið er í um 30 mínútna akstursfjarlægð. Öll þjónusta í bæjarfélaginu er eins og best verður á kosið, glæsilegir leikskólar, metnaðarfullur grunn- og tónlistarskóli og framhaldsskóli innan seilingar. Íþrótta- og menningarlíf í miklum blóma og umhverfi bæjarins gefur kost á fjölbreyttri útivist í einstöku umhverfi.

Félagsráðgjafi í barnavernd – Hveragerðisbær leitar að öflugum liðsmanni
Velferðarsvið Hveragerðisbæjar auglýsir laust til umsóknar 100% starf félagsráðgjafa/ráðgjafa í barnavernd. Leitað er að fagmanneskju sem brennur fyrir velferð barna og fjölskyldna, býr yfir sterkri fagmennsku og hefur getu til að vinna sjálfstætt í krefjandi umhverfi. Helstu verkefni er meðferð og vinnsla barnaverndarmála og eftirfylgni þeirra.
Hveragerðisbær er öflugt, vaxandi samfélag sem leggur mikla áherslu á velferð og málefni fjölskyldna og barna. Á velferðarsviði er lögð áhersla á þverfaglega vinnu og stuðning starfsmanna í teymisstarfi við úrlausn margþættra verkefna sem tengjast fjölskyldum og börnum með það markmið að efla lífsgæði og hagsæld þeirra.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Málsmeðferð barnaverndarmála samkvæmt barnaverndarlögum
- Ráðgjöf við foreldra og börn
- Greining, úrvinnsla og eftirfylgd mála í samstarfi við börn, foreldra og aðra fagaðila
- Samstarf við skóla, heilbrigðisþjónustu, lögreglu og aðrar stofnanir
- Skráning og skjalavarsla í málaskráningarkerfi
- Þátttaka í þróun og umbótum í þjónustu barnaverndar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Próf í félagsráðgjöf og gilt starfsleyfi eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Þekking á barnaverndarlöggjöf og reynsla af barnaverndarstarfi er kostur
- Þekking á One System og Navision er kostur
- Góð hæfni í samskiptum, samvinnu og faglegri framkomu
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
- Góð tölvukunnátta og færni í að nýta rafræn kerfi
- Hreint sakavottorð
Advertisement published16. September 2025
Application deadline25. September 2025
Language skills

Required
Location
Fljótsmörk 2, 810 Hveragerði
Breiðamörk 20, 810 Hveragerði
Type of work
Skills
Social worker
Professions
Job Tags
Similar jobs (7)

Tengiliður farsældar barna – Víðistaðaskóli
Hafnarfjarðarbær

MST meðferðaraðili
Barna- og fjölskyldustofa

Viltu vera hluti af frábæru teymi? Öflugur málastjóri óskast í geðrofs- og samfélagsgeðteymi
Landspítali

Starfsfólk óskast í vaktavinnu á fjölskylduheimili
Fjölskylduheimilið Hrafnkatla

Atvinnulífstengill
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður

Brekkuskóli: Félagsmiðstöðvarfulltrúi
Akureyri

Vilt þú starfa við að efla gæði barnaverndarþjónustu?
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála