
Vegagerðin
Vegagerðin þróar og annast samgöngukerfi, á sjó og landi, á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins, öryggi vegfarenda og umhverfissjónarmið að leiðarljósi.
Um 350 starfsmenn Vegagerðarinnar starfa á 18 starfsstöðvum víðsvegar um landið.

Eftirlitsmaður á umsjónardeild Austursvæðis
Vegagerðin óskar eftir eftirlitsmanni með nýframkvæmdum og viðhaldi vega á starfssvæði Vegagerðarinnar á Austursvæði, sem nær frá Gígjukvísl á Skeiðarársandi að Vopnafirði. Umsjónardeild Austursvæðis er staðsett á Reyðarfirði, en einnig gæti komið til greina fyrir eftirlitsmann að hafa starfsstöð á þjónustustöð Vegagerðarinnar í Fellabæ að hluta. Starfið felur í sér töluverð ferðalög um allt starfssvæðið.
Umsjónardeildir svæða sinna eftirliti og umsýslu með framkvæmdum á viðkomandi svæði, þar með talið viðhaldi bundinna slitlaga, styrkingum og endurbótum, auk efnisvinnslu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Eftirlit með framkvæmdum og viðhaldi vega
- Þátttaka í áætlanagerð og undirbúningi framkvæmda, bæði tæknileg og fjárhagsleg
- Umsjón með verkfundum og gæðaeftirlit
- Skráning gagna í kerfi Vegagerðarinnar
- Skýrslugerð tengd framkvæmdum og viðhaldsverkefnum
- Mælingar tengdar framkvæmdum og undirbúningi verka
Menntunar- og hæfniskröfur
- Iðnmenntun og/eða löng reynsla sem nýtist í starfi
- Tæknimenntun æskileg
- Góð tölvukunnátta skilyrði
- Nákvæmni og öguð vinnubrögð
- Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hóp
- Góðir samstarfshæfileikar og þjónustulund
- Almenn ökuréttindi
- Gott vald á íslensku og ensku
- Góð öryggisvitund
Advertisement published6. May 2025
Application deadline13. May 2025
Language skills

Required

Required
Location
Búðareyri 11, 730 Reyðarfjörður
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)

Tæknisinnaður sölumaður - Akureyri
Tölvutek - Akureyri

Yfirverkstjóri á Selfossi
Vegagerðin

Verkstæði, Powder Coating, lampasmiðja
Flúrlampar ehf / lampar.is

Fjölbreytt sumarstarf í heildverslun
Ísól ehf

Sérfræðingur í iðnstýrikerfum
Lota

Gatna og bílastæða málari - Parking lot painter
BS Verktakar

Experienced construction worker - Byggingastarfsmaður
Einingaverksmiðjan

Starfsmaður í skiltagerð - Vanir og óvanir
Velmerkt ehf

Umsjónarmaður fasteigna
Hólabrekkuskóli

Bifvélavirki
BL ehf.

Vilt þú vera sérfræðingur í uppsetningu öryggisgirðinga?
Girðir, Verktakar ehf

Meindýraeyðir óskast
Varnir og Eftirlit