

Efnisveitan - fjölbreitt sumarstarf - Runner/sendifulltrúi
Efnisveitan leitar að öflugum aðila til að vera með okkur í sumar og taka þátt í endurnýtingu og að lágmarka sóun. Í 9 ár hefur fyrirtækið sérhæft sig í að aðstoða fasteignafélög, stofnanir, veitingahús og einstaklinga að miðla notuðum búnaði til áframhaldandi nota. Síðasta verkefni okkar var t.d. flutningur hjá Icelandair til Hafnarfjarðar. Þar þurfti að finna nýjan samastað fyrir t.d. glerveggi, hurðir, skrifborð, stóla, skápa ásamt ýmsu öðru. Við leitum að heilsuhrausum aðila sem getur byrjað sem fyrst og gengið í hin margvíslegu verk, svo sem að að fara með vörur, ná í vörur, afhenda vörur í vöruhúsi, uppröðun á vörum í vöruhúsi/tiltekt sem og vera með okkur í að taka á móti viðskiptavinum í Skeifunni 7. Viðkomandi þarf að hafa bílpróf(kostur að hafa keyrt beinskiptan sendibíl),ekki reykja eða veipa, vera útsjónarsamur og tilbúinn til að takast á við ný verkefni. Fjölbreytt starf þar sem enginn dagur er eins. Hjá Efnisveitunni starfa 7 manns. Fyrirtækið er staðsett í Skeifunni 7 Reykjavík og þjónustar um 100 fyrirtæki. Vinnutími 8.30 til 16:30 alla virka daga.
Nánar á : UM OKKUR | Efnisveitan
Móttaka og afhending á margsvíslegum búnaði - þátttaka í að endurnýta og spara.
Kostur að hafa stúdentspróf en ekki skilyrði. Kostur að kunna ensku.
Hádegismatur.













