

Atferlisfræðingur óskast í Hörðuvallaskóla
Hörðuvallaskóli óskar eftir atferlisfræðingi eða sérkennara í 100% starf
Í Hörðuvallaskóla eru um 515 nemendur í 1.- 7. árgangi og um 100 starfsmenn. Í skólanum fer fram metnaðarfullt starf og unnið er eftir uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Gildi skólans eru virðing, heiðarleiki og þrautseigja.
Í Hörðuvallaskóla er lögð áhersla á skapandi og framsækið skólastarf og eru allir nemendur og kennarar skólans með spjaldtölvur. Mikil áhersla er lögð á fjölbreytta kennsluhætti, teymiskennslu, leiðsagnarnám og unnið er eftir samþættu verkefnamiðuðu þemanámi á miðstigi skólans.
Atferlisfræðingur vinnur í nánu samstarfi með nemendum, foreldrum, kennurum og öðru fagfólki sem kemur að málefnum nemenda. Atferlisfræðingur heldur utan um og ber ábyrgð á einstaklingsáætlunum sinna nemenda og hefur yfirsýn á sínum málum og hversu mikinn stuðning þarf að setja í hvert mál. Í starfi atferlisfræðings er nauðsynlegt að styðja við jákvæða og viðeigandi hegðun, auka virkni og vellíðan nemenda og styðja við öruggt og árangursríkt skóla umhverfi.
Upplýsingar um skólastarfið í Hörðuvallaskóla, stefnu hans og helstu áherslur er að finna á heimasíðu skólans, www.horduvallaskoli.is.
- Atferlisgreining og ráðgjöf til nemenda, foreldra og fagfólks.
- Ábyrgð á hegðunarmótandi stuðningsáætlunum og markmiðasetningu fyrir nemendur þegar óskað er eftir atferlisráðgjöf og stýrir aðgerðum í kjölfarið.
- Handleiðir starfsfólk eftir þörfum og veitir eftirfylgni.
- Vinnur með nemendum, foreldrum, kennurum og öðru fagfólki.
- Fundar reglulega með kennurum, foreldrum og öðru fagfólki.
- Ber ábyrgð á að halda öllum vel upplýstum í hverju teymi eða hverju máli.
- Situr í viðeigandi teymum vegna mála nemenda.
- Hagnýt atferlisgreining, M.Sc.
- Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
- Færni í mannlegum samskiptum.
- Sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfileikar.
- Hæfni til að takast á við nýjar og fjölbreyttar aðstæður.
- Sveigjanleiki, lausnamiðun og skilvirkni.
- Reynsla af vinnu með börnum er kostur.
- Mjög góð íslenskukunnátta bæði í töluðu máli og rituðu.
Starfsmenn Kópavogsbæjar fá frían aðgang í sundlaugar bæjarins
Icelandic