
Kópavogsbær
Kópavogur er næststærsta sveitarfélag landsins með yfir 40.000 íbúa. Kópavogsbær er einn af stærstu vinnuveitendum landsins en hjá sveitarfélaginu starfa að jafnaði um 2.700 einstaklingar á fjölbreyttum starfstöðum um allan bæ. Starfsfólki fjölgar um tæplega 2.000 manns á sumrin þegar sumastarfsmenn mæta til starfa og Vinnuskólinn hefur störf. Starfsfólk Kópavogsbæjar sinnir margvíslegum verkefnum sem miða að því að veita íbúum bæjarins sem allra bestu þjónustu og tryggja velferð þeirra um leið.
Hjá Kópavogsbæ eru þrjú fagsvið, menntasvið, umhverfissvið og velferðarsvið og fjórar skrifstofur sem starfa þvert á sviðin, skrifstofa umbóta og þróunar, skrifstofa þjónustu, skrifstofa mannauðs- og kjaramála og skrifstofa áhættu- og fjárstýringar. Öll störf hjá bænum falla undir eitt af þessum sviðum eða skrifstofum.
Mannauðsstefna Kópavogsbæjar byggir á gildum Kópavogs en þau eru framsækni, virðing, heiðarleiki og umhyggja. Kópavogsbær hefur það einnig að markmiði að vera vinnustaður þar sem öll hafa jöfn tækifæri í starfi. Hjá Kópavogsbæ er tekið mið af jafnréttisáætlun en hægt er að lesa sér til um bæði mannauðs- og jafnlaunastefnu bæjarins hér til hliðar. Starfsfólk Kópavogsbæjar hefur einnig fríðindi en fyrir starfsfólk er í boði að fá líkamsræktarstyrk, frítt í sund og víða er mötuneyti.
Kópavogsbær hefur það að leiðarljósi að vera eftirsóknarverður vinnustaður sem styður við heilsu, öryggi og vellíðan starfsfólks. Lögð er áhersla á að taka vel á móti starfsfólki og veita því markvissa þjálfun þannig að það nái góðum tökum á starfinu og líði vel í vinnunni. Mikil áhersla er lögð á gott samstarf þvert á deildir og svið bæjarins, því saman myndar starfsfólk sterka heild þar sem markmiðið er að fjölbreytt þekking, hæfni og reynsla nýtist sem best.
Kópavogsbær vill fá til liðs við sig öflugt og metnaðarfullt fólk sem er tilbúið að gera góðan bæ enn betri.

Almennur starfsmaður á Þjónustumiðstöð
Þjónustumiðstöð Kópavogs hefur umsjón með flestum verkefnum sem tengd eru framkvæmdum á bæjarlandi. Innan þjónustumiðstöðvar eru verkefni sem tengjast snjómokstri, garðyrkju, gatnaviðhaldi, fráveitu, sorphirðumálum ásamt annarri þjónustu við íbúa, fyrirtæki og stofnanir.
Þjónustumiðstöð Kópavogs leitar nú að almennum starfsmanni í útideild.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinna við gatnakerfi bæjarins, göngustíga og annað bæjarland
- Hálkuvarnir á tröppum og göngustígum
- Þjónusta bæjarstofnanir, skóla og leikskóla eftir þörfum
- Almenn hreinsun bæjarlands
- Aðstoð við viðburði innan bæjarlands
Menntunar- og hæfniskröfur
- Umsækjendur skulu vera 30 ára eða eldri
- Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
- Ökuréttindi á beinskiptabifreið skilyrði
- Góð íslenskukunnátta skilyrði
- Stundvísi, vinnusemi og samviskusemi
- Góð samstarfshæfni og þjónustulun
Fríðindi í starfi
- Starfsmenn Kópavogsbæjar fá frítt í sund.
Advertisement published26. August 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills

Required
Location
Digranesvegur 1, 200 Kópavogur
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (3)
Similar jobs (12)

Starfsmaður í vöruhúsi Keflavík - 50% starfshlutfall
DHL Express Iceland ehf

Starfsmaður í vöruhúsi Keflavík
DHL Express Iceland ehf

Selfoss: Starfsfólk í sorphirðu / waste collector
Íslenska gámafélagið ehf.

Construction worker with a lifting equipment J license!
GG Verk ehf

Looking for skilled stonepaver
Förgun ehf.

Steinsmiður / Uppsetningamaður í steinsmiðju óskast!
Fígaró náttúrusteinn

Pípulagningamaður óskast
G.Ó. pípulagnir ehf

Starfsmaður á netaverkstæði - Sauðárkrókur
Ísfell

Verkstjóri í malbikun
Colas Ísland ehf.

Húsvörður í Egilshöll
Heimar

Þakpappalagnir
Þakverk apj ehf

General Maintenance Engineer
The Reykjavik EDITION