
Kópavogsskóli
Kópavogsskóli er hverfisskóli miðbæjar Kópavogs og stendur við Digranesveg 15. Í skólanum eru um 400 flottir nemendur og þeim hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár. Skólinn er fjölþjóðlegur en rúmlega 20% nemenda eru af erlendum uppruna.
Allt starf Kópavogsskóla mótast af uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Að auki vinna yngstu bekkir skólans með vináttuverkefni Barnaheilla og bangsann Blæ.Í skólareglunum er lögð áhersla á þann skólabrag sem leitast er við að skapa
Í Kópavogsskóla er lögð áhersla á að allir:
• komi fram af tillitssemi og kurteisi
• virði vinnu annarra
• sinni hlutverki sínu af kostgæfni
• leggi áherslu á heilbrigða lífsýn

Aðstoðarmatráður óskast í Kópavogsskóla
Kópavogsskóli óskar eftir að ráða aðstoðarmatráð.
Kópavogsskóli er heildstæður grunnskóli í Kópavogi. Í skólanum eru 420 frábærir nemendur og 85 kraftmiklir starfsmenn. Í Kópavogsskóla vinnum við eftir Uppeldi til ábyrðar.
Leitað er eftir einstaklingi sem hefur gaman af því að vinna með börnum ásamt því að hafa áhuga á matargerð og framreiðslu. Viðkomandi þarf að geta tekið við leiðsögn og unnið sjálfstætt.
Um er að ræða tímabundið starf til 15. júní 2026 og er starfshlutfall 100%.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Aðstoðar við undirbúning, matreiðslu og frágang hádegisverðar fyrir nemendur og starfsfólk
- Undirbýr morgunhressingu fyrir nemendur og starfsfólk og síðdegishressingu fyrir börn í frístund
- Annast frágang í mötuneyti og sér um að halda rýminu hreinu
- Leiðbeinir nemendum um framkomu og umgengni í matsal
- Jákvæð og uppbyggjandi samskipti við nemendur
- Sinnir öðrum þeim verkefnum sem matráður/skólastjóri felur honum og falla að hans starfssviði
Menntunar- og hæfniskröfur
- Áhugi á matargerð og framreiðslu
- Reynsla af starfi í eldhúsi er kostur
- Reynsla af starfi með börnum er kostur
- Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Dugnaður, jákvæðni og ábyrgðarkennd
- Snyrtimennska, samviskusemi og stundvísi
- Gott vald á íslensku er skilyrði
Advertisement published15. December 2025
Application deadline29. December 2025
Language skills
IcelandicRequired
Location
Digranesvegur 15, 200 Kópavogur
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (2)
Similar jobs (12)

Chef / kokkur - Experienced Kitchen Professionals Wanted
Funky Bhangra

Starfsmaður í eldhúsi - Framtíðarstarf
Hrafnista

Okkur vantar vanan starfsmann í eldhús og þrif.
D-2020 ehf.

Starfsmaður í býtibúr á lungnadeild
Landspítali

Mötuneyti Festi
Festi

Matráður - Reykjanesbær (tímabundið í 12 mán)
Íslandsbanki

Sushi Matreiðslumaður / Sushi Chef
Sushi Social

Aðstoðarmatráður óskast
Furugrund

Aðstoð í eldhúsi
Heilsuvernd Hjúkrunarheimili

Grillari / afgreiðsla
Tasty

Matreiðslumaður/Chef
Bastard Brew and Food

Uppvaskari / Dishwasher
Lóla Restaurant