

TRAS - skráning á málþroska ungra barna - réttinda
Á námskeiðinu læra þátttakendur að skrá á einfaldan hátt yfirlit yfir málþroskaferli tveggja til fimm ára gamalla barna með því að fylla út skráningarlista. Spurningar á skráningarlistanum eru byggðar á niðurstöðum rannsókna um þróun málþroska.
Góður málþroski skiptir miklu máli fyrir almennan þroska.
TRAS- efnið var þróað og samið af sérfræðingum í sérkennslu og talmeinafræði í Noregi og er skráningaraðferðin almennt notuð í leikskólum á Norðurlöndunum.
Á námskeiðinu er rætt um mikilvægi þess að leikskólakennarar og annað fagfólk fylgist vel með þróun málþroska og þátttakendur læra að skrá málþroska ungra barna út frá ákveðnum færnisviðum. Einnig er fjallað um helstu frávik í málþroska og ræddar eru hugmyndir um viðeigandi íhlutun og ráðgjöf til foreldra og forráðamanna.